Viðskipti innlent

Kaupþing spáir einni breytingu á Úrvalsvísitölunni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir óbreyttri skipan 15 stærstu fyrirtækja í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á fyrri hluta næsta árs. Einu breytinguna segir deildin vera þá að Atlantic Petroleum muni víkja fyrir Icelandic Group.

Deildin gerir jafnframt ráð fyrir því að það verði eina félagið sem komi að sinni inn í vísitöluna.

Þá spáir deildin því að Úrvalsvísitalan verði áfram skipuð 15 félögum þrátt fyrir að aðferðarfræði Kauphallarinnar geri ráð fyrir að fjöldi félaga geti hér eftir farið allt niður í 12.

Gangi áætlunin eftir mun Icelandic Group, ásamt þeim 14 félögum sem deildin gerir ráð fyrir að verði áfram inni mynda grunninn að Úrvalsvísitölunni fyrstu 6 mánuði næsta árs eða fram til 30. júní 2007.

Hálffimm fréttir Kaupþings






Fleiri fréttir

Sjá meira


×