Innlent

Olíusamráðsdómur ekki fordæmi

Sýknudómur í gær, þar sem Essó er sýknað af skaðabótakröfu einstaklings vegna samráðs olíufélaganna, hefur ekki frodæmisgildi gagnvart bótakröfum Reykjavíkurborgar. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður sem rekur málið fyrir borgina.

Hann segir að málin tvö eigi lítið sameiginlegt með tilliti til sönnnargagna. Hjá borginni séu gögnin skýrari, bæði um ólögmæta samráðið og fjárhæðir. Dómur í máli borgarinnar gegn olíufélögunum fellur að líkindum í næstu viku. Neytendasamtökin studdu einstaklinginn gegn Essó sem prófmál og íhuga samtökin nú framhald málsins. Telja þau enn að slaka verði á sönnunarkröfum í svona málum fyrir dómi. Þurfi jafnvel að breyta lögum í því skyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×