Fréttir Tilraunirnar vekja ugg Tilraunir Kínverja til að skjóta niður gervihnött með stýriflaug hefur litla ánægju vakið á Vesturlöndum. Gervihnötturinn sem var grandað var gamall veðurathugnarhnöttur en hann var í svipaðri hæð og bandarískir njósnahnettir og því virðist tilrauninni beint gegn þeim. Erlent 20.1.2007 10:01 Stjórn olíunnar í Bagdad Lagafrumvarp sem veitir ríkisstjórninni í Bagdad yfirráð yfir olíulindum Íraks er nánast tilbúið og bíður einungis samþykkis ríkisstjórnar og þings. Þetta er fullyrt í stórblaðinu New York Times í dag. Erlent 20.1.2007 09:59 Netsvikarar stela úr Nordea-bankanum Rússneskum netþrjótum hefur þekkist af stela jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna af reikningum viðskiptavina sænska bankans Nordea, einum stærsta banka á Norðurlöndunum. Fjöldi manns hefur verið handtekinn vegna málsins, þar af 100 sem aðilar sem tengjast því í Svíþjóð. Þrjótarnir notuðu hugbúnað, sem afritaði lykilorð þeirra viðskiptavina sem notuðu netbanka Nordea. Viðskipti erlent 19.1.2007 22:34 Leiðtogi Abu Sayyaf fallinn DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að Khaddafy Janjalani, leiðtogi filippeysku skæruliðasamtakanna Abu Sayyaf, er látinn. Lík hans fannst á Jolo-eyju á dögunum og er talið að hann hafi fallið í skotbardaga einhvern tímann í fyrrahaust. Erlent 20.1.2007 09:58 Til sprengjuleitar í Líbanon Tveir sprengjusérfræðingar á vegum Landhelgisgæslunnar og einn bráðatæknir halda í dag til Líbanons þar sem þeir munu dvelja næstu þrjá mánuði við sprengjueyðingu í námunda við borgina Týrus. Innlent 20.1.2007 09:56 Aukinn hagnaður hjá Nýherja Hagnaður Nýherja nam 305,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 76,5 milljóna króna hagnað árið 2005. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi liðins árs nam 68 milljónum króna, sem er 42,9 milljónum krónum meira en árið á undan. Viðskipti innlent 19.1.2007 23:22 Sjálfhjálparhvötin sterkust Engin hvöt er sterkari í dýrum jarðarinnar en að reyna að halda sér á lífi hvað sem það kostar. Þrjú nýleg dæmi af jafnmörgum ferfætlingum sýna okkur það. Erlent 19.1.2007 18:20 Ritstjóri skotinn til bana Talið er að öfgasinnaður þjóðernissinni hafi verið að verki þegar ritstjóri tyrknesks dagblaðs var skotinn til bana fyrir utan skrifstofur blaðsins í Istanbúl í dag. Ritstjórinn var á síðasta ári dæmdur fyrir að sýna tyrknesku þjóðinni vanvirðingu með skrifum sínum um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Erlent 19.1.2007 18:18 Svartur blettur á lýðræðissögu Íslands Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Innlent 19.1.2007 18:04 41 sagður hafa látist í óveðrinu Á fimmta tug manna hafa látið lífi í fárviðri sem geisað hefur í Evrópu undanfarinn sólarhring. Samgöngur í álfunni eru í uppnámi og rafmagnsleysi hefur bitnað á milljónum manna. Íslendingur búsettur í Tékklandi segir að tré hafi rifnað upp með rótum í nágrenni við hann í mesta ofsanum. Erlent 19.1.2007 18:14 Samdráttur hjá Citigroup Bandaríski bankinn Citigroup skilaði rúmlega 5,3 milljarða dala hagnaði á síðasta fjórðungi 2006. Þetta jafngildir 369,7 milljarða króna hagnaði á fjórðungnum sem er 26 prósenta samdráttur á milli ára. Hagnaður bankans á árinu í heild nam jafnvirði 1.660 milljarða króna, sem er 12 prósentum minna en árið 2005. Viðskipti erlent 19.1.2007 15:57 Síðasta ár það besta hjá Lýsingu Eignarleigufyrirtækið Lýsing hf., dótturfélag Existu, skilaði rétt rúmlega eins milljarðs króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 689 milljóna króna hagnað árið 2005. Þetta er besta starfsár í sögu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 19.1.2007 14:27 Þurftu ekki að þrífa Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951, fyrir 55 árum, að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem birt voru í gærkvöldi. Innlent 19.1.2007 13:25 Íbúðaverð lækkaði í desember Íbúðaverð lækkaði um 0,7 prósent á milli mánaða í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríksins. Lækkunin á ársgrundvelli nemur 3,9 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir gert hafa verið ráð fyrir að verð myndi lækka á fasteignamarkaði og virðist það vera að koma fram nú. Ástæðan er aukið framboð á nýju húsnæði og hærri lántökukostnaður. Viðskipti innlent 19.1.2007 11:34 Skótauinu er kastað Síðasti dagur vetrarþings Taívans leystist upp í slagsmál eftir að stjórnarþingmaður henti skónum sínum í ræðumann. Þingmenn fóru þá að hrinda, ýta og slá frá sér. Í byrjun réðist hópur stjórnarþingmanna að ræðumanni til þess að koma í veg fyrir kosningu um mannabreytingar í raforkunefnd þingsins. Stjórnarandstöðuþingmenn hlupu þá allir sem einn að verja sinn mann og von bráðar var skónum kastað. Erlent 19.1.2007 11:24 Bandaríska þingið gegn árás á Íran Hópur þingmanna demókrata og repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins ætlar sér að leggja fram tillögu sem kæmi í veg fyrir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gæti ráðist á Íran án samþykkis þingsins. Erlent 19.1.2007 10:52 Toyota innkallar 533.000 bíla Japanski bílaframleiðandinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega hálfa milljón sportjeppa af gerðinni Sequioa og Tundra pallbílum í Bandaríkjunum til að gera við galla í stýrisbúnaði. Viðskipti erlent 19.1.2007 09:54 Ekki búist við lægri lánshæfiseinkunn Greiningardeild Glitnis býst ekki við að lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings muni lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Í febrúar verður ár liðið frá því Fitch gaf ríkissjóði neikvæða lánshæfiseinkunn og býst Glitnir við að Fitch muni bíða og sjá til hverju framvindur. Greiningardeildin segir það hugsanlegt að matsfyrirtækið breyti horfunum í stöðugar. Viðskipti innlent 19.1.2007 10:41 Tamíltígrar flýja undan hernum Herinn á Sri Lanka náði í dag stjórn á bæ í austurhluta eyjunnar en uppreisnarmenn Tamíltígra höfðu haft tangarhald á honum í langan tíma. Alls flúðu meira en tíu þúsund manns undan bardögum Tamíltígra og stjórnarhersins en bardagarnir stóðu í margar vikur. Erlent 19.1.2007 10:25 Hagnaður Eimskips í takt við væntingar Hf. Eimskipafélag Íslands skilaði 79 milljóna dala hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Þetta svarar til rúmlega 5,5 milljarða króna. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi liðins árs nam rúmlega 148.000 bandaríkjadala, eða tæpum 10,6 milljónum króna, sem er í takt við væntingar. Félagið ætlar að gera upp í evrum frá og með 1. nóvember á þessu ári. Viðskipti innlent 19.1.2007 09:57 Dæmdir á grundvelli sögusagna Bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði frá því í dag að fangarnir í Guantanamo, sem á að rétta yfir í sumar, gætu orðið dæmdir á grundvelli sögusagna sem og framburðs sem náðist með pyntingum. Erlent 19.1.2007 09:48 Stýrivextir lækka á Taílandi Seðlabanki Taílands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 19 punkta í 4,75 prósent með það fyrir augum að blása í glæður efnahagslífsins og auka bjartsýni neytenda. Stýrivextir hafa ekki lækkað í Taílandi í hálft ár en eftirspurn hefur minnkað í kjölfar minnkandi verðbólgu. Viðskipti erlent 19.1.2007 09:44 Mikil hækkun vísitölu byggingarkostnaðar Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan janúar og gildir fyrir febrúar, hækkar um 2,30 prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Samningsbundin laun í byggingariðnaði hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent og höfðu helstu áhrif á vísitöluna. Viðskipti innlent 19.1.2007 09:10 Úganda í friðargæslu í Sómalíu Stjórnarflokkurinn í Úganda hefur samþykkt áætlun um að senda friðargæsluliða til Sómalíu og þar með er talið nær öruggt að úr því verði. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, hefur lofað eitt þúsund hermönnum til viðbótar við þá sjö þúsund sem eiga að koma frá öðrum aðildarlöndum Afríkusambandsins. Erlent 19.1.2007 08:57 Kynþáttafordómar í Big Brother Mikil umræða hefur nú skapast í Bretlandi um kynþáttafordóma Breta í garð Indverja. Ástæðan fyrir þessu er framkoma nokkurra Breta í garð indversku leikkonunnar Shilpu Shetty en hún er þátttakandi í sjónvarpsþættinum Celebrity Big Brother. Erlent 19.1.2007 07:21 Gates í Írak Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Basra í Írak í morgun til þess að eiga fundi með bandarískum og breskum herforingjum í suðurhluta Íraks. Þetta er önnur ferð Gates til Íraks síðan hann varð varnarmálaráðherra í nóvember á síðasta ári. Erlent 19.1.2007 07:50 Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Innlent 18.1.2007 16:10 Auðvelt að dylja slóð sína á netinu Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks. Innlent 18.1.2007 18:25 Líkur á lækkun stýrivaxta í júlí Ekki er líkur á að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti fyrr en í júlí, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Deildin segir vexti á millibankamarkaði hafa hækkað meira en stýrivextir Seðlabankans og bendi slíkt til lausafjárskorts. Þannig sé ólíkt að vextirnir lækki í bráð. Viðskipti innlent 18.1.2007 16:28 Litlar líkur á lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um um hálft prósent í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Þetta er nokkru meira en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir enda hefur hækkun á borð við þessa ekki sést vestanhafs í tæpt ár. Þetta jafngildir því að verðbólga standi í 2,5 prósentum og bendi fátt til að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni. Viðskipti erlent 18.1.2007 14:50 « ‹ 249 250 251 252 253 254 255 256 257 … 334 ›
Tilraunirnar vekja ugg Tilraunir Kínverja til að skjóta niður gervihnött með stýriflaug hefur litla ánægju vakið á Vesturlöndum. Gervihnötturinn sem var grandað var gamall veðurathugnarhnöttur en hann var í svipaðri hæð og bandarískir njósnahnettir og því virðist tilrauninni beint gegn þeim. Erlent 20.1.2007 10:01
Stjórn olíunnar í Bagdad Lagafrumvarp sem veitir ríkisstjórninni í Bagdad yfirráð yfir olíulindum Íraks er nánast tilbúið og bíður einungis samþykkis ríkisstjórnar og þings. Þetta er fullyrt í stórblaðinu New York Times í dag. Erlent 20.1.2007 09:59
Netsvikarar stela úr Nordea-bankanum Rússneskum netþrjótum hefur þekkist af stela jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna af reikningum viðskiptavina sænska bankans Nordea, einum stærsta banka á Norðurlöndunum. Fjöldi manns hefur verið handtekinn vegna málsins, þar af 100 sem aðilar sem tengjast því í Svíþjóð. Þrjótarnir notuðu hugbúnað, sem afritaði lykilorð þeirra viðskiptavina sem notuðu netbanka Nordea. Viðskipti erlent 19.1.2007 22:34
Leiðtogi Abu Sayyaf fallinn DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að Khaddafy Janjalani, leiðtogi filippeysku skæruliðasamtakanna Abu Sayyaf, er látinn. Lík hans fannst á Jolo-eyju á dögunum og er talið að hann hafi fallið í skotbardaga einhvern tímann í fyrrahaust. Erlent 20.1.2007 09:58
Til sprengjuleitar í Líbanon Tveir sprengjusérfræðingar á vegum Landhelgisgæslunnar og einn bráðatæknir halda í dag til Líbanons þar sem þeir munu dvelja næstu þrjá mánuði við sprengjueyðingu í námunda við borgina Týrus. Innlent 20.1.2007 09:56
Aukinn hagnaður hjá Nýherja Hagnaður Nýherja nam 305,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 76,5 milljóna króna hagnað árið 2005. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi liðins árs nam 68 milljónum króna, sem er 42,9 milljónum krónum meira en árið á undan. Viðskipti innlent 19.1.2007 23:22
Sjálfhjálparhvötin sterkust Engin hvöt er sterkari í dýrum jarðarinnar en að reyna að halda sér á lífi hvað sem það kostar. Þrjú nýleg dæmi af jafnmörgum ferfætlingum sýna okkur það. Erlent 19.1.2007 18:20
Ritstjóri skotinn til bana Talið er að öfgasinnaður þjóðernissinni hafi verið að verki þegar ritstjóri tyrknesks dagblaðs var skotinn til bana fyrir utan skrifstofur blaðsins í Istanbúl í dag. Ritstjórinn var á síðasta ári dæmdur fyrir að sýna tyrknesku þjóðinni vanvirðingu með skrifum sínum um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Erlent 19.1.2007 18:18
Svartur blettur á lýðræðissögu Íslands Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Innlent 19.1.2007 18:04
41 sagður hafa látist í óveðrinu Á fimmta tug manna hafa látið lífi í fárviðri sem geisað hefur í Evrópu undanfarinn sólarhring. Samgöngur í álfunni eru í uppnámi og rafmagnsleysi hefur bitnað á milljónum manna. Íslendingur búsettur í Tékklandi segir að tré hafi rifnað upp með rótum í nágrenni við hann í mesta ofsanum. Erlent 19.1.2007 18:14
Samdráttur hjá Citigroup Bandaríski bankinn Citigroup skilaði rúmlega 5,3 milljarða dala hagnaði á síðasta fjórðungi 2006. Þetta jafngildir 369,7 milljarða króna hagnaði á fjórðungnum sem er 26 prósenta samdráttur á milli ára. Hagnaður bankans á árinu í heild nam jafnvirði 1.660 milljarða króna, sem er 12 prósentum minna en árið 2005. Viðskipti erlent 19.1.2007 15:57
Síðasta ár það besta hjá Lýsingu Eignarleigufyrirtækið Lýsing hf., dótturfélag Existu, skilaði rétt rúmlega eins milljarðs króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 689 milljóna króna hagnað árið 2005. Þetta er besta starfsár í sögu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 19.1.2007 14:27
Þurftu ekki að þrífa Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951, fyrir 55 árum, að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem birt voru í gærkvöldi. Innlent 19.1.2007 13:25
Íbúðaverð lækkaði í desember Íbúðaverð lækkaði um 0,7 prósent á milli mánaða í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríksins. Lækkunin á ársgrundvelli nemur 3,9 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir gert hafa verið ráð fyrir að verð myndi lækka á fasteignamarkaði og virðist það vera að koma fram nú. Ástæðan er aukið framboð á nýju húsnæði og hærri lántökukostnaður. Viðskipti innlent 19.1.2007 11:34
Skótauinu er kastað Síðasti dagur vetrarþings Taívans leystist upp í slagsmál eftir að stjórnarþingmaður henti skónum sínum í ræðumann. Þingmenn fóru þá að hrinda, ýta og slá frá sér. Í byrjun réðist hópur stjórnarþingmanna að ræðumanni til þess að koma í veg fyrir kosningu um mannabreytingar í raforkunefnd þingsins. Stjórnarandstöðuþingmenn hlupu þá allir sem einn að verja sinn mann og von bráðar var skónum kastað. Erlent 19.1.2007 11:24
Bandaríska þingið gegn árás á Íran Hópur þingmanna demókrata og repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins ætlar sér að leggja fram tillögu sem kæmi í veg fyrir að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gæti ráðist á Íran án samþykkis þingsins. Erlent 19.1.2007 10:52
Toyota innkallar 533.000 bíla Japanski bílaframleiðandinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega hálfa milljón sportjeppa af gerðinni Sequioa og Tundra pallbílum í Bandaríkjunum til að gera við galla í stýrisbúnaði. Viðskipti erlent 19.1.2007 09:54
Ekki búist við lægri lánshæfiseinkunn Greiningardeild Glitnis býst ekki við að lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings muni lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Í febrúar verður ár liðið frá því Fitch gaf ríkissjóði neikvæða lánshæfiseinkunn og býst Glitnir við að Fitch muni bíða og sjá til hverju framvindur. Greiningardeildin segir það hugsanlegt að matsfyrirtækið breyti horfunum í stöðugar. Viðskipti innlent 19.1.2007 10:41
Tamíltígrar flýja undan hernum Herinn á Sri Lanka náði í dag stjórn á bæ í austurhluta eyjunnar en uppreisnarmenn Tamíltígra höfðu haft tangarhald á honum í langan tíma. Alls flúðu meira en tíu þúsund manns undan bardögum Tamíltígra og stjórnarhersins en bardagarnir stóðu í margar vikur. Erlent 19.1.2007 10:25
Hagnaður Eimskips í takt við væntingar Hf. Eimskipafélag Íslands skilaði 79 milljóna dala hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Þetta svarar til rúmlega 5,5 milljarða króna. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi liðins árs nam rúmlega 148.000 bandaríkjadala, eða tæpum 10,6 milljónum króna, sem er í takt við væntingar. Félagið ætlar að gera upp í evrum frá og með 1. nóvember á þessu ári. Viðskipti innlent 19.1.2007 09:57
Dæmdir á grundvelli sögusagna Bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði frá því í dag að fangarnir í Guantanamo, sem á að rétta yfir í sumar, gætu orðið dæmdir á grundvelli sögusagna sem og framburðs sem náðist með pyntingum. Erlent 19.1.2007 09:48
Stýrivextir lækka á Taílandi Seðlabanki Taílands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 19 punkta í 4,75 prósent með það fyrir augum að blása í glæður efnahagslífsins og auka bjartsýni neytenda. Stýrivextir hafa ekki lækkað í Taílandi í hálft ár en eftirspurn hefur minnkað í kjölfar minnkandi verðbólgu. Viðskipti erlent 19.1.2007 09:44
Mikil hækkun vísitölu byggingarkostnaðar Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan janúar og gildir fyrir febrúar, hækkar um 2,30 prósent frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Samningsbundin laun í byggingariðnaði hækkuðu að meðaltali um 4,2 prósent og höfðu helstu áhrif á vísitöluna. Viðskipti innlent 19.1.2007 09:10
Úganda í friðargæslu í Sómalíu Stjórnarflokkurinn í Úganda hefur samþykkt áætlun um að senda friðargæsluliða til Sómalíu og þar með er talið nær öruggt að úr því verði. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, hefur lofað eitt þúsund hermönnum til viðbótar við þá sjö þúsund sem eiga að koma frá öðrum aðildarlöndum Afríkusambandsins. Erlent 19.1.2007 08:57
Kynþáttafordómar í Big Brother Mikil umræða hefur nú skapast í Bretlandi um kynþáttafordóma Breta í garð Indverja. Ástæðan fyrir þessu er framkoma nokkurra Breta í garð indversku leikkonunnar Shilpu Shetty en hún er þátttakandi í sjónvarpsþættinum Celebrity Big Brother. Erlent 19.1.2007 07:21
Gates í Írak Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Basra í Írak í morgun til þess að eiga fundi með bandarískum og breskum herforingjum í suðurhluta Íraks. Þetta er önnur ferð Gates til Íraks síðan hann varð varnarmálaráðherra í nóvember á síðasta ári. Erlent 19.1.2007 07:50
Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Innlent 18.1.2007 16:10
Auðvelt að dylja slóð sína á netinu Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks. Innlent 18.1.2007 18:25
Líkur á lækkun stýrivaxta í júlí Ekki er líkur á að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti fyrr en í júlí, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Deildin segir vexti á millibankamarkaði hafa hækkað meira en stýrivextir Seðlabankans og bendi slíkt til lausafjárskorts. Þannig sé ólíkt að vextirnir lækki í bráð. Viðskipti innlent 18.1.2007 16:28
Litlar líkur á lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um um hálft prósent í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Þetta er nokkru meira en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir enda hefur hækkun á borð við þessa ekki sést vestanhafs í tæpt ár. Þetta jafngildir því að verðbólga standi í 2,5 prósentum og bendi fátt til að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni. Viðskipti erlent 18.1.2007 14:50