Svartur blettur á lýðræðissögu Íslands 19. janúar 2007 18:45 Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, boðaði opna stjórnsýslu í ráðuneyti sínu í ræðu í gær. Hún sagði tíma reykfylltra bakherbergja liðinn þegar kæmi að ákvarðanatöku í öryggis- og varnarmálum. Nokkrum klukkustundum síðar var hulunni svipt af leynilegum viðaukum við varnarsamning Bandríkjanna og Íslands frá 1951 og breytingum á þeim frá í fyrra. Þetta var allt birt á vefsíðu ráðuneytisins ásamt skilasamningi Íslands og Bandaríkjanna frá í fyrra vegna brotthvarfs Bandaríkjahers. Fram kemur í viðaukunum að Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951 að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þeim yrði aðeins gert að flytja burt eða eyða úrgangsefnum eftir því sem við væri komið. Annað sem vekur athygli er að í viðbæti um almenna flugstarfsemi frá 1951, og breytingum á honum frá því í fyrra, segir að samkomulag sé um að bandarísk hermálayfirvöld geti tekið í sínar hendur fulla stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi, þar á meðal lendingar- og aðflugsstjórn, og flugþjónustu telji þau það nauðsynlegt vegna aðgerða sinna. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að matið verði alltaf sameiginlegt og byggt á varnarsamningnum. Ekki sé rétt að hættumat Bandaríkjamanna einna ráði því hvenær þeir grípi til aðgerða sem þessar. Ef til þess komi sé hættuástand í gildi sem báðir meti jafn alvarlegt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir innihald viðaukanna skelfilegt er verra sé sá gjörningur að halda þeim leyndum fyrir þingi og þjóð. Þetta sé svartur blettur á stjórnsýslu- og lýðræðissögu Íslands og minni um margt á það þegar danski forsætisráðherrar hafi leynt samningunum við Bandaríkjamenn um Thule-herstöðina á Grænlandi. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir það blett á lýðræðissögu Íslands að leynilegir viðaukar hafi verið gerðir við varnarsamning Bandaríkjanna og Íslands. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir það rangt mat að einn þeirra geri Bandaríkjamönnum mögulegt að taka yfir flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli án samráðs við Íslendinga. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, boðaði opna stjórnsýslu í ráðuneyti sínu í ræðu í gær. Hún sagði tíma reykfylltra bakherbergja liðinn þegar kæmi að ákvarðanatöku í öryggis- og varnarmálum. Nokkrum klukkustundum síðar var hulunni svipt af leynilegum viðaukum við varnarsamning Bandríkjanna og Íslands frá 1951 og breytingum á þeim frá í fyrra. Þetta var allt birt á vefsíðu ráðuneytisins ásamt skilasamningi Íslands og Bandaríkjanna frá í fyrra vegna brotthvarfs Bandaríkjahers. Fram kemur í viðaukunum að Bandaríkjamenn höfðu tryggt það strax árið 1951 að þeir þyrftu ekki að hreinsa upp eftir Varnarliðið þegar það færi af landi brott. Þeim yrði aðeins gert að flytja burt eða eyða úrgangsefnum eftir því sem við væri komið. Annað sem vekur athygli er að í viðbæti um almenna flugstarfsemi frá 1951, og breytingum á honum frá því í fyrra, segir að samkomulag sé um að bandarísk hermálayfirvöld geti tekið í sínar hendur fulla stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi, þar á meðal lendingar- og aðflugsstjórn, og flugþjónustu telji þau það nauðsynlegt vegna aðgerða sinna. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að matið verði alltaf sameiginlegt og byggt á varnarsamningnum. Ekki sé rétt að hættumat Bandaríkjamanna einna ráði því hvenær þeir grípi til aðgerða sem þessar. Ef til þess komi sé hættuástand í gildi sem báðir meti jafn alvarlegt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir innihald viðaukanna skelfilegt er verra sé sá gjörningur að halda þeim leyndum fyrir þingi og þjóð. Þetta sé svartur blettur á stjórnsýslu- og lýðræðissögu Íslands og minni um margt á það þegar danski forsætisráðherrar hafi leynt samningunum við Bandaríkjamenn um Thule-herstöðina á Grænlandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira