Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri 18. janúar 2007 18:45 Halla Gunnarsdóttir er ein þriggja frambjóðenda til formanns KSÍ. Ef hún nær kjör ætlar hún að jafna kjör karla og kvenna í landsliðum fótbolta. Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Halla Gunnarsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur stundað knattspyrnu og þjálfað bæði hér heima og erlendis. Hún greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Formannsslagir eru sárasjaldgæfir í knattspyrnusambandinu en síðast var kosið um formann fyrir 18 árum, þegar Eggert Magnússon fráfarandi formaður var kosinn. KSÍ hefur átt sjö formenn frá upphafi og varla þarf að taka fram að allir voru þeir karlmenn. Ein kona situr í 16 manna stjórn. Tveir að auki bjóða sig fram til formanns, þeir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Formannskjörið fer fram á ársþingi sambandsins þann 10. febrúar. En er hún að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu? „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Halla segir kyn sitt ekki höfuðatriði í sínu framboði heldur ástríða fyrir leiknum. Hitt sé þó staðreynd að ekki hafi nægilega verið hlúð að kvennaknattspyrnu. „Og hvað til dæmis þegar það er klippt á útsendingu á bikarúrslitaleik kvenna út af fréttum. Hvar er formaður KSÍ þá? Hann á alltaf að verja knattspyrnuna.“ Halla segist myndu halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið innan KSÍ og efla grasrótina. Aðspurð hvort hún myndi leiðrétta kynbundinn launamun hjá landsliðum kvenna og karla í fótbolta svaraði hún: „Bara í samræmi við landslög, já.“ Fréttir Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Halla Gunnarsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur stundað knattspyrnu og þjálfað bæði hér heima og erlendis. Hún greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Formannsslagir eru sárasjaldgæfir í knattspyrnusambandinu en síðast var kosið um formann fyrir 18 árum, þegar Eggert Magnússon fráfarandi formaður var kosinn. KSÍ hefur átt sjö formenn frá upphafi og varla þarf að taka fram að allir voru þeir karlmenn. Ein kona situr í 16 manna stjórn. Tveir að auki bjóða sig fram til formanns, þeir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Formannskjörið fer fram á ársþingi sambandsins þann 10. febrúar. En er hún að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu? „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Halla segir kyn sitt ekki höfuðatriði í sínu framboði heldur ástríða fyrir leiknum. Hitt sé þó staðreynd að ekki hafi nægilega verið hlúð að kvennaknattspyrnu. „Og hvað til dæmis þegar það er klippt á útsendingu á bikarúrslitaleik kvenna út af fréttum. Hvar er formaður KSÍ þá? Hann á alltaf að verja knattspyrnuna.“ Halla segist myndu halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið innan KSÍ og efla grasrótina. Aðspurð hvort hún myndi leiðrétta kynbundinn launamun hjá landsliðum kvenna og karla í fótbolta svaraði hún: „Bara í samræmi við landslög, já.“
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira