Fréttir Prófa nýtt bóluefni gegn alnæmi Suður-Afríka, sem glímir við einn stærsta alnæmisfaraldur í heimi, kynnti í dag áætlun um prófanir á nýju bóluefni gegn alnæmi. Verkefnið er það stærsta sem sem landið hefur tekið þátt í. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum í Suður-Afríku en þau héldu því lengi vel fram að bestu varnirnar gegn alnæmi væru hvítlaukur og rauðrófur. Erlent 8.2.2007 20:23 Snjór framleiddur á Dalvík Á meðan snjó kyngir niður víða um Evrópu þurfa Dalvíkingar að framleiða hann sjálfir. Það hafa þeir gert í vetur og hafa fyrir vikið getað haft skíðasvæði sitt að hluta opið í rúmlega 50 daga sem ella hefði verið lokað flesta daga. Innlent 8.2.2007 19:30 Rán framið í Samkaup í Sandgerði Rán var fram í versluninni Samkaup í Sandgerði nú rétt eftir sjöleytið í kvöld. Lögreglan á suðurnesjum er enn á vettvangi að rannsaka vegsummerki á staðnum. Einn aðili var að verki og leitar nú lögreglan í bílum á leið frá svæðinu. Ekkert er hægt að segja til um umfang ránsins að svo stöddu. Innlent 8.2.2007 19:53 Snjóþungt víða um Evrópu Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. Erlent 8.2.2007 19:26 Svangir og hræddir Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. Innlent 8.2.2007 19:18 Hamas og Fatah undirrita samkomulag um þjóðstjórn Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um myndun þjóðstjórnar í Palestínu. Samkomulaginu er ætlað að binda enda á átökin í Palestínu en yfir 90 manns hafa látið lífið í átökunum síðan í desember. Hamas mun þó ekki viðurkenna tilverurétt Ísraels Erlent 8.2.2007 19:14 Stjórnvöld neita að taka ábyrgð á vímuefnasjúklingum Stjórnvöld stinga höfðinu í sandinn og neita að taka ábyrgð á hörmungarsögu Byrgisins, segir geðlæknir sem fyrstur reyndi að vekja athygli Landlæknis á kynferðismisnotkun ungra kvenna sem dvöldust í Byrginu. Innlent 8.2.2007 19:01 Hékk í poka yfir logandi kolavél Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Innlent 8.2.2007 18:23 Exista hf. hagnast um 37,4 milljarða Exista hf. birti í dag ársuppgjör sitt fyrir árið 2006. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta varð 37,4 milljarðar króna. Hagnaður á síðasta fjórðungi ársins var 13,1 milljarður króna. Stjórn félagsins mun því greiða út tæpa 11 milljarða í arð, eða um eina krónu á hlut. Innlent 8.2.2007 18:21 Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Magnús Scheving og Jonathan Judge voru í dag tilnefndir til Emmy verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna. Þetta er í annað sinn sem Latibær er tilnefndur til Emmy verðlauna en í fyrra var Julianna Rose Mauriello, bandaríska stúlkan sem leikur Sollu Stirðu, tilnefnd sem fyrir leik sinn. Innlent 8.2.2007 17:49 Jóhanna undrast synjun ríkisstjórnar Jóhanna Sigurðardóttir segir frá því á bloggsíðu sinni í dag að forsætisráðuneytið hafi synjað beiðni hennar um að fá afhent öll þau gögn af ríkisstjórnarfundum þar sem málefni Byrgisins voru til umræðu. Innlent 8.2.2007 17:39 Dæmdur til dauða fyrir morð á fóstri Kviðdómur í Texas ríki í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrum æskulýðsprest til dauða fyrir hafa myrt táningsstúlku og ófætt barn hennar. Þetta er í fyrsta sinn í Texas sem einhver er dæmdur til dauða fyrir að myrða fóstur. Erlent 8.2.2007 16:56 Norður-Kórea gæti brátt afvopnast Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hún vonist til þess að farið verði að vinna eftir samkomulagi sem náðist árið 2005 um að binda endi á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Rice skýrði frá þessu sinni á fundi með utanríkisnefnd öldungadeildar bandaríska þingsins. Erlent 8.2.2007 16:33 Hamas og Fatah nálgast samkomulag Hamas og Fatah hreyfingarnar hafa náð samkomulagi um hverjir munu skipa flestar stöður í væntanlegri þjóðstjórn Palestínu. Sagt var frá þessu í dag. Aðeins á eftir að velja innanríkisráðherra Palestínu. Erlent 8.2.2007 15:43 Áttavilltur flugmaður lenti á vegi Eftirlaunaþegi lenti flugvél á nýjum vegi í Bretlandi í þeirri trú að hann hefði fundið lendingarbraut flugvallar skammt frá. Flugmaðurinn áttaði sig á mistökunum þegar flugvélin fór yfir hraðahindrun á veginum. Engin umferð var á veginum í Leominster í Herefordshire, en maðurinn lenti þrátt fyrir að taka eftir gangstétt og ljósastaurum samkvæmt fréttavef Sky. Erlent 8.2.2007 15:04 Skutu hunda sér til gamans Verðir í búlgörskum almenningsgarði hafa valdið deilum meðal embættismanna eftir að þeir skutu hund rússnesks ræðismanns - af því að þeim leiddist. Rússneski konsúllinn í borginni Russe í Búlgaríu krefst aðgerða eftir að labrador hundurinn hans, Mecho, var skotinn til bana af vörðunum, en þeir notuðu hann sem skotmark í hæfniskeppni. Erlent 8.2.2007 14:23 Milestone tekur 16,5 milljarða lán Fjárfestingafélagið Milestone ehf. hefur gengið frá lánasamningi við alþjóðlega fjárfestingabankann Morgan Stanley um töku láns fyrir 16,5 milljarða krónur til þriggja ára. Lánið er veitt í tengslum við endurfjármögnun félagsins. Viðskipti innlent 8.2.2007 14:27 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 3,5 prósentum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir bankann fylgjast grannt með verðbólguþróun á evrusvæðinu. Greinendur segja bankastjórann hafa notað svipað orðfæri nú og áður en vextir hafi hækkað. Þeir gera því ráð fyrir að vextir hækki að nýju í næsta mánuði. Viðskipti erlent 8.2.2007 14:25 Ungabarn tekið upp í skuld Serbneskur spítali hefur neitað að af henda móður nýfætt barn sitt þar til hún hefur greitt fyrir sjúkrahúsvistina. Senija Roganovic frá Macedóníu fæddi barn sitt á Neonatology sjúkrahúsinu í Belgrad fyrir tveimur mánuðum. Barninu hefur verið haldið á spítalanum síðan, þar sem konan hefur ekki greitt 600 þúsund króna reikning fyrir tíu daga dvöl sína og barnsins á spítalanum. Erlent 8.2.2007 13:50 NASA: Betra eftirlit með geðheilsu starfsmanna Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að herða eftirlit með geðheilsu geimfara eftir að þeir hafa verið ráðnir til starfa. Þetta var ákveðið eftir að fréttir bárust af langferð geimfarans Lisu Nowak sem reyndi að ræna öðrum starfsmanni sem hún hélt að væri keppinautur um ástir þess þriðja. Erlent 8.2.2007 12:18 Fullyrðingar um leka rangar Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann tekur fram að fullyrðingar um að embættið hafi lekið upplýsingum um rannsókn á Baugsmálinu séu rangar. Innlent 8.2.2007 12:12 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár greinenda, sem þó bentu á að bankastjórnin hefði allt eins getað komið á óvart og hækkað vextina líkt og raunin varð í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 8.2.2007 12:05 Vöruskipti aldrei betri í Þýskalandi Vöruútflutningur frá Þýskalandi nam 893,6 milljörðum evra, jafnvirði rúmlega 79.200 milljarða króna, í fyrra en það er 14 prósenta aukning á milli ára. Innflutningur á sama tíma nam 731,7 milljörðum evra, tæplega 64,9 milljörðum króna. Þetta jafngildir því að vöruskipti hafi verið jákvæð í Þýskalandi um 161,9 milljarða evrur. Það svarar til 14.400 milljarða íslenskra króna sem er sögulegt met í Þýskalandi. Viðskipti erlent 8.2.2007 11:49 Risastórar strengjabrúður og Shakespeare á Listahátíð Upphaf Listahátíðar í Reykjavík 2007 markar lok frönsku menningarkynningarinnar “Pourquoi Pas? Frankst vor á Íslandi 2007.” Dagskráin var kynnt í morgun og munu glæsileg og óvenjuleg götuatriði franska hópsins Royal de Luxe einkenna fyrstu tvo daga hátíðarinnar sem hefst 10. maí. Útiatriðin verða af stærðargráðu sem ekki hafa sést áður á götum Reykjavíkur og verður skólabörnum boðið í bæinn af þessu tilefni. Innlent 8.2.2007 11:29 Íslenskt viðskiptalíf og menning í Danmörku Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hélt í dag til Danmerkur þar sem hann mun m.a. flytja opnunarávarp á sýningu með verkum Jóhannesar Kjarval og Ólafs Elíasonar. Sýningin ber heitið Lavaland og verður í listasafninu Gammel Strand í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta sinn sem verkum þessara myndlistarmanna er skipað saman á sýningu. Innlent 8.2.2007 10:52 Exista kaupir í Sampo í Finnlandi Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin. Viðskipti innlent 8.2.2007 10:24 Uppsett áskriftarverð Sýnar vegna HM réttlætanlegt Samkeppniseftirlitið telur kostnaðarforsendur hafa réttlætt uppsett verð sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar þegar val stóð á milli þess að kaupa áskrift þann tíma sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð yfir í fyrrasumar eða kaupa áskrift að Sýn til lengri tíma. Viðskipti innlent 8.2.2007 10:04 Aðgerðaráætlun vegna Reykjaneshallar Reykjanesbær hefur unnið að því að skoða mögulegar leiðir til úrbóta í varðandi svifryksmengun í Reykjaneshöll. Í fréttatilkynningu frá bænum segir að Menningar-, íþrótta- og tómstundaskrifstofa bæjarins hafi skilað inn skýrslu og aðgerðaráætlun til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Fram hefur komið að svifryk í Reykjaneshöll er umtalsvert og yfir heilsuverndarmörkum á svifryki utandyra. Innlent 8.2.2007 09:50 Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár innlendra sem erlendra greinenda sem spáðu óbreyttum vöxtum. Viðskipti innlent 8.2.2007 08:56 Framtíðarlandið býður ekki fram í vor Á fundi Framtíðarlandsins í kvöld voru greidd atkvæði um það hvort ætti að bjóða fram í alþingiskosningum í vor. Niðurstaðan var að 96 sögðu nei og 92 sögðu já. Því hefur verið ákveðið að bjóða ekki fram. Þar að auki þurfti aukinn meirihluta, eða 2/3 atkvæða, til þess að samþykkja tillöguna. Tillagan um framboð í komandi alþingiskosningum var því felld. Innlent 7.2.2007 23:36 « ‹ 232 233 234 235 236 237 238 239 240 … 334 ›
Prófa nýtt bóluefni gegn alnæmi Suður-Afríka, sem glímir við einn stærsta alnæmisfaraldur í heimi, kynnti í dag áætlun um prófanir á nýju bóluefni gegn alnæmi. Verkefnið er það stærsta sem sem landið hefur tekið þátt í. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum í Suður-Afríku en þau héldu því lengi vel fram að bestu varnirnar gegn alnæmi væru hvítlaukur og rauðrófur. Erlent 8.2.2007 20:23
Snjór framleiddur á Dalvík Á meðan snjó kyngir niður víða um Evrópu þurfa Dalvíkingar að framleiða hann sjálfir. Það hafa þeir gert í vetur og hafa fyrir vikið getað haft skíðasvæði sitt að hluta opið í rúmlega 50 daga sem ella hefði verið lokað flesta daga. Innlent 8.2.2007 19:30
Rán framið í Samkaup í Sandgerði Rán var fram í versluninni Samkaup í Sandgerði nú rétt eftir sjöleytið í kvöld. Lögreglan á suðurnesjum er enn á vettvangi að rannsaka vegsummerki á staðnum. Einn aðili var að verki og leitar nú lögreglan í bílum á leið frá svæðinu. Ekkert er hægt að segja til um umfang ránsins að svo stöddu. Innlent 8.2.2007 19:53
Snjóþungt víða um Evrópu Vetur konungur hefur farið hamförum víða um Evrópu í dag. Snjóað hefur ótæpilega í Belgíu, Bretlandi og Hollandi og hefur það haft áhrif á samgöngur í löndunum, en ekki síður til þeirra og frá. Erlent 8.2.2007 19:26
Svangir og hræddir Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. Innlent 8.2.2007 19:18
Hamas og Fatah undirrita samkomulag um þjóðstjórn Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um myndun þjóðstjórnar í Palestínu. Samkomulaginu er ætlað að binda enda á átökin í Palestínu en yfir 90 manns hafa látið lífið í átökunum síðan í desember. Hamas mun þó ekki viðurkenna tilverurétt Ísraels Erlent 8.2.2007 19:14
Stjórnvöld neita að taka ábyrgð á vímuefnasjúklingum Stjórnvöld stinga höfðinu í sandinn og neita að taka ábyrgð á hörmungarsögu Byrgisins, segir geðlæknir sem fyrstur reyndi að vekja athygli Landlæknis á kynferðismisnotkun ungra kvenna sem dvöldust í Byrginu. Innlent 8.2.2007 19:01
Hékk í poka yfir logandi kolavél Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Innlent 8.2.2007 18:23
Exista hf. hagnast um 37,4 milljarða Exista hf. birti í dag ársuppgjör sitt fyrir árið 2006. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta varð 37,4 milljarðar króna. Hagnaður á síðasta fjórðungi ársins var 13,1 milljarður króna. Stjórn félagsins mun því greiða út tæpa 11 milljarða í arð, eða um eina krónu á hlut. Innlent 8.2.2007 18:21
Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Magnús Scheving og Jonathan Judge voru í dag tilnefndir til Emmy verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna. Þetta er í annað sinn sem Latibær er tilnefndur til Emmy verðlauna en í fyrra var Julianna Rose Mauriello, bandaríska stúlkan sem leikur Sollu Stirðu, tilnefnd sem fyrir leik sinn. Innlent 8.2.2007 17:49
Jóhanna undrast synjun ríkisstjórnar Jóhanna Sigurðardóttir segir frá því á bloggsíðu sinni í dag að forsætisráðuneytið hafi synjað beiðni hennar um að fá afhent öll þau gögn af ríkisstjórnarfundum þar sem málefni Byrgisins voru til umræðu. Innlent 8.2.2007 17:39
Dæmdur til dauða fyrir morð á fóstri Kviðdómur í Texas ríki í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrum æskulýðsprest til dauða fyrir hafa myrt táningsstúlku og ófætt barn hennar. Þetta er í fyrsta sinn í Texas sem einhver er dæmdur til dauða fyrir að myrða fóstur. Erlent 8.2.2007 16:56
Norður-Kórea gæti brátt afvopnast Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hún vonist til þess að farið verði að vinna eftir samkomulagi sem náðist árið 2005 um að binda endi á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Rice skýrði frá þessu sinni á fundi með utanríkisnefnd öldungadeildar bandaríska þingsins. Erlent 8.2.2007 16:33
Hamas og Fatah nálgast samkomulag Hamas og Fatah hreyfingarnar hafa náð samkomulagi um hverjir munu skipa flestar stöður í væntanlegri þjóðstjórn Palestínu. Sagt var frá þessu í dag. Aðeins á eftir að velja innanríkisráðherra Palestínu. Erlent 8.2.2007 15:43
Áttavilltur flugmaður lenti á vegi Eftirlaunaþegi lenti flugvél á nýjum vegi í Bretlandi í þeirri trú að hann hefði fundið lendingarbraut flugvallar skammt frá. Flugmaðurinn áttaði sig á mistökunum þegar flugvélin fór yfir hraðahindrun á veginum. Engin umferð var á veginum í Leominster í Herefordshire, en maðurinn lenti þrátt fyrir að taka eftir gangstétt og ljósastaurum samkvæmt fréttavef Sky. Erlent 8.2.2007 15:04
Skutu hunda sér til gamans Verðir í búlgörskum almenningsgarði hafa valdið deilum meðal embættismanna eftir að þeir skutu hund rússnesks ræðismanns - af því að þeim leiddist. Rússneski konsúllinn í borginni Russe í Búlgaríu krefst aðgerða eftir að labrador hundurinn hans, Mecho, var skotinn til bana af vörðunum, en þeir notuðu hann sem skotmark í hæfniskeppni. Erlent 8.2.2007 14:23
Milestone tekur 16,5 milljarða lán Fjárfestingafélagið Milestone ehf. hefur gengið frá lánasamningi við alþjóðlega fjárfestingabankann Morgan Stanley um töku láns fyrir 16,5 milljarða krónur til þriggja ára. Lánið er veitt í tengslum við endurfjármögnun félagsins. Viðskipti innlent 8.2.2007 14:27
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 3,5 prósentum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir bankann fylgjast grannt með verðbólguþróun á evrusvæðinu. Greinendur segja bankastjórann hafa notað svipað orðfæri nú og áður en vextir hafi hækkað. Þeir gera því ráð fyrir að vextir hækki að nýju í næsta mánuði. Viðskipti erlent 8.2.2007 14:25
Ungabarn tekið upp í skuld Serbneskur spítali hefur neitað að af henda móður nýfætt barn sitt þar til hún hefur greitt fyrir sjúkrahúsvistina. Senija Roganovic frá Macedóníu fæddi barn sitt á Neonatology sjúkrahúsinu í Belgrad fyrir tveimur mánuðum. Barninu hefur verið haldið á spítalanum síðan, þar sem konan hefur ekki greitt 600 þúsund króna reikning fyrir tíu daga dvöl sína og barnsins á spítalanum. Erlent 8.2.2007 13:50
NASA: Betra eftirlit með geðheilsu starfsmanna Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að herða eftirlit með geðheilsu geimfara eftir að þeir hafa verið ráðnir til starfa. Þetta var ákveðið eftir að fréttir bárust af langferð geimfarans Lisu Nowak sem reyndi að ræna öðrum starfsmanni sem hún hélt að væri keppinautur um ástir þess þriðja. Erlent 8.2.2007 12:18
Fullyrðingar um leka rangar Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann tekur fram að fullyrðingar um að embættið hafi lekið upplýsingum um rannsókn á Baugsmálinu séu rangar. Innlent 8.2.2007 12:12
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár greinenda, sem þó bentu á að bankastjórnin hefði allt eins getað komið á óvart og hækkað vextina líkt og raunin varð í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 8.2.2007 12:05
Vöruskipti aldrei betri í Þýskalandi Vöruútflutningur frá Þýskalandi nam 893,6 milljörðum evra, jafnvirði rúmlega 79.200 milljarða króna, í fyrra en það er 14 prósenta aukning á milli ára. Innflutningur á sama tíma nam 731,7 milljörðum evra, tæplega 64,9 milljörðum króna. Þetta jafngildir því að vöruskipti hafi verið jákvæð í Þýskalandi um 161,9 milljarða evrur. Það svarar til 14.400 milljarða íslenskra króna sem er sögulegt met í Þýskalandi. Viðskipti erlent 8.2.2007 11:49
Risastórar strengjabrúður og Shakespeare á Listahátíð Upphaf Listahátíðar í Reykjavík 2007 markar lok frönsku menningarkynningarinnar “Pourquoi Pas? Frankst vor á Íslandi 2007.” Dagskráin var kynnt í morgun og munu glæsileg og óvenjuleg götuatriði franska hópsins Royal de Luxe einkenna fyrstu tvo daga hátíðarinnar sem hefst 10. maí. Útiatriðin verða af stærðargráðu sem ekki hafa sést áður á götum Reykjavíkur og verður skólabörnum boðið í bæinn af þessu tilefni. Innlent 8.2.2007 11:29
Íslenskt viðskiptalíf og menning í Danmörku Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hélt í dag til Danmerkur þar sem hann mun m.a. flytja opnunarávarp á sýningu með verkum Jóhannesar Kjarval og Ólafs Elíasonar. Sýningin ber heitið Lavaland og verður í listasafninu Gammel Strand í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta sinn sem verkum þessara myndlistarmanna er skipað saman á sýningu. Innlent 8.2.2007 10:52
Exista kaupir í Sampo í Finnlandi Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin. Viðskipti innlent 8.2.2007 10:24
Uppsett áskriftarverð Sýnar vegna HM réttlætanlegt Samkeppniseftirlitið telur kostnaðarforsendur hafa réttlætt uppsett verð sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar þegar val stóð á milli þess að kaupa áskrift þann tíma sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð yfir í fyrrasumar eða kaupa áskrift að Sýn til lengri tíma. Viðskipti innlent 8.2.2007 10:04
Aðgerðaráætlun vegna Reykjaneshallar Reykjanesbær hefur unnið að því að skoða mögulegar leiðir til úrbóta í varðandi svifryksmengun í Reykjaneshöll. Í fréttatilkynningu frá bænum segir að Menningar-, íþrótta- og tómstundaskrifstofa bæjarins hafi skilað inn skýrslu og aðgerðaráætlun til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Fram hefur komið að svifryk í Reykjaneshöll er umtalsvert og yfir heilsuverndarmörkum á svifryki utandyra. Innlent 8.2.2007 09:50
Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár innlendra sem erlendra greinenda sem spáðu óbreyttum vöxtum. Viðskipti innlent 8.2.2007 08:56
Framtíðarlandið býður ekki fram í vor Á fundi Framtíðarlandsins í kvöld voru greidd atkvæði um það hvort ætti að bjóða fram í alþingiskosningum í vor. Niðurstaðan var að 96 sögðu nei og 92 sögðu já. Því hefur verið ákveðið að bjóða ekki fram. Þar að auki þurfti aukinn meirihluta, eða 2/3 atkvæða, til þess að samþykkja tillöguna. Tillagan um framboð í komandi alþingiskosningum var því felld. Innlent 7.2.2007 23:36