Innlent

Risastórar strengjabrúður og Shakespeare á Listahátíð

Franski hópurinn skartar risastórum strengjabrúðum og þarf 15 manns til að stjórna einni þeirra.
Franski hópurinn skartar risastórum strengjabrúðum og þarf 15 manns til að stjórna einni þeirra.

Upphaf Listahátíðar í Reykjavík 2007 markar lok frönsku menningarkynningarinnar "Pourquoi Pas? Frankst vor á Íslandi 2007." Dagskráin var kynnt í morgun og munu glæsileg og óvenjuleg götuatriði franska hópsins Royal de Luxe einkenna fyrstu tvo daga hátíðarinnar sem hefst 10. maí. Útiatriðin verða af stærðargráðu sem ekki hafa sést áður á götum Reykjavíkur og verður skólabörnum boðið í bæinn af þessu tilefni.

Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni en meðal atriða verður sýning frá San Fransisco balletinum, frumflutt verður ópera Hafliða Hallgrímssonar af Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvara og barytónarnir Bryn Terfel og Dmitri Hvorostovsky munu flytja dagskrá sem er sérstaklega gerð fyrir hátíðina. Þá munu 40 tónlistarmenn frá Balkanskaga flytja geysivinsælt atriði undir forystu hins heimsþekkta Gorans Bregovics tónskálds og tónlistarmanns og hafa þeir hvarvetna hlotið góða dóma. Þá verður glæný sýning Cheek by Jowl leikhópsins á Cymbeline eftir Shakespeare sýnd í Þjóðleikhúsinu.

Í dag hófst miðasala á alla viðburði Listahátíðar, en nánari upplýsingar um fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar er að finna á vef Listahátíðar í Reykjavík.

Franski hópurinn skartar risastórum strengjabrúðum og þarf 15 manns til að stjórna einni þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×