Erlent

Áttavilltur flugmaður lenti á vegi

Eftirlaunaþegi lenti flugvél á nýjum vegi í Bretlandi í þeirri trú að hann hefði fundið lendingarbraut flugvallar skammt frá. Flugmaðurinn áttaði sig á mistökunum þegar flugvélin fór yfir hraðahindrun á veginum.

Engin umferð var á veginum í Leominster í Herefordshire, en maðurinn lenti þrátt fyrir að taka eftir gangstétt og ljósastaurum samkvæmt fréttavef Sky.

 

Nafn mannsins sem er 68 ára hefur ekki verið gefið upp, en hann var einkaflugmaður með eitt þúsund flugtíma að baki. Hann hafði þó einungis flogið fjóra flugtíma síðustu þrjá mánuðina fyrir atvikið sem átti sér stað í ágúst sl.

Maðurinn hafði einungis lent þrisvar sinnum á Shobdon flugvellinum og var á leið frá Coventry að því er fram kemur í mánaðarlegri skýrslu Flugslysarannsóknardeild.

"Rétt fyrir lendingu tók flugmaðurinn eftir því að lendingarbrautin var öðruvísi en hann mundi eftir," er sagt í skýrslunni. "Þegar hann lenti á hraðahindrunninni beygði vélin til vinstri og fór út af veginum." Þar rakst vinstri vængurinn á tré og sá hægri fór næstum af eftir að rekast á ljósastaur.

Maðurinn komst ómeiddur frá atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×