Erlent

Skutu hunda sér til gamans

Þessir labrador hundar hefðu líklega þótt tilvalin skotmörk hjá búlgörsku vörðunum illræmdu.
Þessir labrador hundar hefðu líklega þótt tilvalin skotmörk hjá búlgörsku vörðunum illræmdu.

Verðir í búlgörskum almenningsgarði hafa valdið deilum meðal embættismanna eftir að þeir skutu hund rússnesks ræðismanns - af því að þeim leiddist.

Rússneski konsúllinn í borginni Russe í Búlgaríu krefst aðgerða eftir að labrador hundurinn hans, Mecho, var skotinn til bana af vörðunum, en þeir notuðu hann sem skotmark í hæfniskeppni.

Verðirnir voru ráðnir við gæslu í garðinum nálægt heimili konsúlsins, en hann var vanur að ganga með hundinn í garðinum.

Hundurinn slapp út úr sendiráðinu kvöldið örlagaríka og hljóp inn í garðinn.

Ræðismaðurinn Yuri Trushin sagði að hann hafi ekki tekið eftir hvarfi hundsins fyrr en næsta morgun. Þá fór hann út að leita og fann sundurskotinn skrokk hundsins í garðinum ásamt skrokkum fleiri hunda.

Trushin sagði að vitni hefðu séð verðina í garðinum "skemmta" sér við þá iðju að skjóta að hundunum kvöldið áður.

Hann sagðist hafa skrifað yfirvöldum í Russe og látið í ljós reiði sína, en hann hafi einnig hvatt Rússneska utanríkisráðuneytið til að grípa til aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×