„Við náttúrulega skoðum allt“ Jarðskjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og um níutíu skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst. Hrinan er talin vera í rénun. 11.2.2023 11:46
Loka endurvinnslustöðvum vegna veðurs Lokað verður á endurvinnslustöðvum Sorpu í Ánanaustum og við Breiðhellu í dag vegna veðurs. 11.2.2023 11:45
Skúli í Subway fær tugi milljóna frá Icelandair Icelandair Group ber að greiða Suðurhúsi ehf. tæpar 138 milljónir vegna vangoldinnar húsleigu. Suðurhús er í meirihlutaeigu Skúla í Subway en húsnæðið sem um ræðir hýsir hótelið Konsúlat Hótel við Hafnarstræti 17-19. 11.2.2023 10:39
Viðreisnarfólk gengur til þings Landsþing Viðreisnar stendur nú yfir á Reykjavík Natura Hótel. Á dagskrá þingsins er málefnavinna, samþykkt stjórnmálaályktunar og breytingar á samþykktum ásamt kjöri forystu stjórnar og málefnaráðs. 11.2.2023 10:20
Lögreglan lýsir eftir Karli Reyni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Karli Reyni Guðfinnssyni, 85 ára karlmanni. Karl Reynir sást síðast er hann fór frá heimili sínu að Keldulandi 13 um hádegisbilið í dag. Karl Reynir á við minnisglöp að stríða. 11.2.2023 00:03
Gera megi ráð fyrir mjög öflugum hviðum Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun vegna hvassviðris. Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir og samhæfingarstöð verður virkjuð klukkan 12:00 á morgun. Veðurfræðingur biður fólk um að sýna aðgát. 10.2.2023 23:21
Viðbrögð keppenda: Bjóst við því að Saga myndi vinna Saga Matthildur sigurvegari Idolsins segist alls ekki hafa búist við sigri í Idolinu en Kjalar, sem keppti á móti henni á úrslitakvöldinu, var viss um að hún myndi bera sigur úr býtum. Bæði segjast þau ótrúlega þakklát. 10.2.2023 22:18
Skjálftahrina á Reykjanesi Skjálftahrina fór í gang á Reykjanesi klukkan 19 í kvöld. Fimmtán skjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á mjög skömmum tíma. 10.2.2023 20:58
Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10.2.2023 20:45
Skutu niður óþekktan hlut í fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska Bandarísk yfirvöld skutu niður óþekktan hlut í um fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska. Hluturinn er sagður hafa verið á stærð við lítinn bíl. 10.2.2023 20:18