Innlent

Við­reisnar­fólk gengur til þings

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir setti landsþingið í gær.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir setti landsþingið í gær. Viðreisn

Landsþing Viðreisnar stendur nú yfir á Reykjavík Natura Hótel. Á dagskrá þingsins er málefnavinna, samþykkt stjórnmálaályktunar og breytingar á samþykktum ásamt kjöri forystu stjórnar og málefnaráðs.

Breytingartillaga um stofnun nýs forystuembættis, ritara, hefur verið lögð fram og mun hann sitja við hlið formanns og varaformanns. Þingmaðurinn Sigmar Guðmundsson hefur lýst því yfir að hann muni gefa kost á sér í embættið, nái breytingartillagan fram að ganga. Framboðsfrestur rennur þó ekki út fyrr en klukkustund áður en gengið verður til atkvæða í dag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ein í framboði til formanns. Í framboði til varaformanns eru Daði Már Kristófersson, prófessor í auðlindahagfræði og sitjandi varaformaður Viðreisnar, og Erlingur Sigvaldason, kennaranemi og forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Líkt og í tilviki ritara rennur frestur til þess að skila inn framboði til varaformanns þó ekki út fyrr en klukkutíma áður en gengið er til atkvæða.

Ræða formanns verður kl. 10:30 í dag og hægt verður að fylgjast með henni í streymi hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×