Heppinn miðaeigandi hreppti milljónirnar í HHÍ Heppnin var með einum miðaeiganda í milljónaveltu Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld og fær hann því tíu milljónir króna í vinning. 10.2.2023 20:04
„Grátklökk millistéttarályktun“ Alþýðusambandsins Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skýtur föstum skotum á Kristján Þórð Snæbjarnarsson forseta ASÍ og krefst þess að miðstjórn sambandsins skýri nánar ályktun sem birt var í dag. Hún segir réttast að forsetinn mætti einhvern tímann til verkfallsvörslu. 10.2.2023 19:16
Sigga Dögg og Sævar hlutu Gulleggið Teymið á bak við Better Sex, „lykillinn að góðu kynlífi er samtalið,“ vann Gulleggið 2023, elstu frumkvöðlakeppni landsins. Úrslitin voru kynnt í dag. 10.2.2023 19:02
Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjóra lýst yfir óvissustigi Almannavarna á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna veðurs sem fram undan er. 10.2.2023 18:21
Fella niður kostnað vegna fjarskipta til Tyrklands og Sýrlands Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur tilkynnt að kostnaður við símtöl og smáskilaboð til Tyrklands og Sýrlands verði felldur niður í febrúar. 10.2.2023 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forysta Eflingar fékk óvænt áheyrn forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Eflingarfólk gerði hróp og köll að ráðherrum við ráðherrabústaðinn í morgun og krafðist tafarlausrar aðkomu forsætisráðherra að kjaradeilu félagsins. ASÍ harmar ofstækiskennda orðræðu kjaraviðræðnanna og fordæmir "viðurstyggileg ummæli" sem komið hafi fram 10.2.2023 18:00
Rannsókn lögreglu á Blönduósi lokið: Tók lögregluna 26 mínútur að mæta á staðinn Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárás á Blönduósi hinn 21. ágúst 2022 er lokið. Árásarmaðurinn fór inn um ólæstar dyr á heimili árásarþola og gekk um vopnaður afsagaðri haglabyssu. Hann var með sjö haglaskot og veiðihníf meðferðis. Það tók lögreglu 26 mínútur að koma á vettvang. 10.2.2023 17:23
Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9.2.2023 20:02
Íslandsbanki vill sættast við Fjármálaeftirlitið Íslandsbanki hefur óskað eftir því að ljúka málinu vegna sölu hluta ríkisins í Íslandsbanka með sátt. Fjármálaeftirlitið hefur sagt bankann kunna að hafa brotið gegn tilgreindum ákvæðum laga og reglna sem um starfsemi hans gilda. Bankinn hefur sett fram hluta skýringa sinna við frummati Fjármálaeftirlitsins. Stjórnendur bankans segjast taka frummatinu alvarlega. 9.2.2023 18:36
Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9.2.2023 17:03