Gera megi ráð fyrir mjög öflugum hviðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 23:21 Gert er ráð fyrir mjög öflugum vindhviðum á morgun og fólk er hvatt til að fylgjast vel með. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun vegna hvassviðris. Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir og samhæfingarstöð verður virkjuð klukkan 12:00 á morgun. Veðurfræðingur biður fólk um að sýna aðgát. Gera má ráð fyrir töluverðri úrkomu víðsvegar á landinu í nótt. Í fyrramálið tekur að hvessa allhressilega og gert er ráð fyrir því að lægðin láti finna almennilega fyrir sér um hádegisbil. Viðvaranir taka gildi á landinu öllu upp úr klukkan níu á morgun og eru þær í gildi fram á kvöld. Svona lítur spá Veðurstofunnar út klukkan 12:00 á morgun.Veðurstofan „Það kemur lægð vestan við landið á morgun og það verður suðvestan stormur og rok á stöku stað, 20-28 metrar á sekúndu. Með því fylgir einhver rigning og skúrir en þegar kólnar seinnipartinn og annað kvöld þá verður þetta éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið verði verst á Vesturlandi og austur eftir Norðurlandi. Gert er ráð fyrir því að hviður fari upp í fjörutíu metra á sekúndu, eða um 150 kílómetra hraða. Á „allra verstu hviðustöðunum,“ gætu þær náð fimmtíu metrum á sekúndu. Færð við fjöll gæti því verið varasöm og þá sér í lagi þegar kólnar. Éljagangur gæti spillt skyggni. Á Vesturlandi verður sunnan og suðvestan stormur með snörpum vindhviðum.Veðurstofan Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular en gert er ráð fyrir suðvestan 18 til 23 metrum á sekúndu víðast hvar. Í höfuðborginni má gera ráð fyrir því að mesti vindhraðinn verði á svæðinu vestanverðu, meðfram sjónum, og í úthverfum Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum fyrr í dag voru vegfarendur beðnir um að sýna varúð og vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst. Miklar líkur séu á að veðrið hafi áhrif á samgöngur og hætta er á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni. Veður Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23 Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Gera má ráð fyrir töluverðri úrkomu víðsvegar á landinu í nótt. Í fyrramálið tekur að hvessa allhressilega og gert er ráð fyrir því að lægðin láti finna almennilega fyrir sér um hádegisbil. Viðvaranir taka gildi á landinu öllu upp úr klukkan níu á morgun og eru þær í gildi fram á kvöld. Svona lítur spá Veðurstofunnar út klukkan 12:00 á morgun.Veðurstofan „Það kemur lægð vestan við landið á morgun og það verður suðvestan stormur og rok á stöku stað, 20-28 metrar á sekúndu. Með því fylgir einhver rigning og skúrir en þegar kólnar seinnipartinn og annað kvöld þá verður þetta éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið verði verst á Vesturlandi og austur eftir Norðurlandi. Gert er ráð fyrir því að hviður fari upp í fjörutíu metra á sekúndu, eða um 150 kílómetra hraða. Á „allra verstu hviðustöðunum,“ gætu þær náð fimmtíu metrum á sekúndu. Færð við fjöll gæti því verið varasöm og þá sér í lagi þegar kólnar. Éljagangur gæti spillt skyggni. Á Vesturlandi verður sunnan og suðvestan stormur með snörpum vindhviðum.Veðurstofan Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular en gert er ráð fyrir suðvestan 18 til 23 metrum á sekúndu víðast hvar. Í höfuðborginni má gera ráð fyrir því að mesti vindhraðinn verði á svæðinu vestanverðu, meðfram sjónum, og í úthverfum Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum fyrr í dag voru vegfarendur beðnir um að sýna varúð og vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst. Miklar líkur séu á að veðrið hafi áhrif á samgöngur og hætta er á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni.
Veður Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23 Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23
Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25