Rán í Breiðholti Lögreglu barst í dag tilkynning um að þrír einstaklingar hafi verið rændir í Breiðholti. Málið er í rannsókn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 22.4.2023 18:16
„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22.4.2023 17:46
Ódýr aðferð til að búa til birgðir fyrir nýju kennitöluna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda furðar sig á lagaákvæði sem hann segir auðvelda fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Hann segist hafa kallað eftir breytingum í fleiri ár og veltir því upp hvort verið sé að gera fjármálafyrirtækjum hærra undir höfði á kostnað smærri atvinnurekenda. 22.4.2023 08:01
Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21.4.2023 23:22
Orban furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínu í NATO Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínumanna í Atlantshafsbandalagið. Orban deildi frétt um málið á Twitter-síðu sinni og sagði einfaldlega: „Ha?!“ 21.4.2023 23:07
Háskólaprófessor í lífstíðarfangelsi fjörutíu árum eftir sprenginguna Hassan Diab, 69 ára gamall háskólaprófessor búsettur í Ottowa í Kanada, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sprengt sprengju fyrir utan bænahús í París árið 1980 þar sem fjórir létust og 46 særðust. 21.4.2023 22:00
Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21.4.2023 21:44
Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21.4.2023 19:58
Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21.4.2023 18:54
Ísland og Svíþjóð í fyrsta sæti á gríðarstórri netvarnaræfingu Sameinað lið Íslands og Svíþjóðar skipaði sér í efsta sæti netvarnaræfingu sem haldin var í Öndvegissetri Atlantshafsbandalagsins í Tallinn í Eistlandi í dag. 21.4.2023 18:20