Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sumarið ekki alveg komið enn

Nokkur kuldi er í kortunum víðast hvar á landinu. Hiti á og undir frostmarki og gera má ráð fyrir einhverri úrkomu. Veðurfræðingur segir ekkert að óttast.

Þrennir þríburar fæddust um páskana

Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári.

Hand­tekinn dópaður með barn í bílnum

Karlmaður var handtekinn klukkan 14 fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna. Barn var í bílnum og barnaverndanefnd hefur verið gert viðvart um málið.

Baldwin laus allra mála

Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021.

Fyrsti kið­lingurinn ein­stakur vor­boði

Fyrsti kiðlingurinn þetta árið fæddist í Húsdýragarðinum á mánudag. Þeir eru núna orðnir fimm og beðið er í ofvæni eftir þeim sjötta og síðasta.

Sakaður um að hafa skotið sex ára stúlku út af körfu­bolta

Lögreglan í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum leitar nú að manni sem grunaður er um að hafa skotið sex ára stúlku eftir að körfubolti hennar rúllaði yfir í garð hans. Hann er sagður hafa farið inn í hús sitt, sótt byssu og skotið stúlkuna og föður hennar. Nágranni segir málið skelfilegt.

Trúir því ekki að vor­sýningin hafi verið sú síðasta

Vorsýning Listdansskóla Íslands fór fram í kvöld í skugga uppsagna kennara skólans og óvissu um framtíð hans. Skilaboð skólastjórans til stjórnvalda eru einföld: „Eigum við ekki bara að laga þetta í eitt skpti fyrir öll?“

Sjá meira