Innlent

Rán í Breið­holti

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst í dag tilkynning um að þrír einstaklingar hafi verið rændir í Breiðholti. Málið er í rannsókn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var tilkynnt um mann með hníf innanklæða í Hlíðunum í dag. Lögregla fór á vettvang en vopnið reyndist ekki hnífur heldur „áhald þvíumlíkt,“ eins og segir í dagbókinni.

Lögregluþjónar á stöð þrjú fóru í útkall vegna þjófnaðar í verslun í Kópavogi og þá var einnig tilkynnt um innbrot í bíl í Grafarvogi.

Loks hafði lögregla afskipti af bílstjóra hópbifreiðar í miðborginni en sá var að sækja ferðamenn. Í ljós kom að hann reyndist ekki vera með tilskilin leyfi til þess, en ekki er greint frá því hvort hann hafi verið beittur einhvers konar viðurlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×