Ferðamaðurinn er látinn Bandarískur ferðamaður á þrítugsaldri, sem grófst undir í snjóflóði í Troms í Noregi í dag, er látinn. Tilkynning barst lögreglu á fimmta tímanum og hafði hans verið leitað síðan. 23.4.2023 22:12
Mátti ekki reka rafvirkja fyrir að drekka í vinnunni Dómstóll á Spáni hefur dæmt vinnuveitanda rafvirkja til að bjóða honum fyrra starf sitt, ella greiða honum rúmar sjö milljónir króna. Maðurinn var rekinn fyrir að drekka ítrekað í vinnunni. 23.4.2023 20:47
Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23.4.2023 19:25
Hrækti á lögreglumann við handtöku Kallað var á lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi á hóteli í miðborginni í dag. Þegar lögregla kom á vettvang hrækti hann á lögreglumann. 23.4.2023 18:03
Hefur sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu Bubbi Morthens segist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári þar sem allir látnu hafi fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir ópíóðafaraldur geisa hér á landi. 23.4.2023 17:31
Líklegt að við sjáum nýja ríkisstjórnarflokka á næsta kjörtímabili Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð ljóst að breytingar verði á ríkisstjórnarflokkum eftir næstu alþingiskosningar miðað við nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Hún telur þó að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. 22.4.2023 23:02
Yfirbugaði konu sem hótaði lestarfarþegum með handöxi Tuttugu og fimm ára gömul kona var handtekin í lest í Þýskalandi í dag fyrir að hafa hótað farþegum með handöxi. Farþega tókst að yfirbuga konuna. Lestin var á leið til Stuttgart. 22.4.2023 22:15
Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22.4.2023 21:15
Unglingsdrengur í sjálfheldu úti á Laugarvatni Björgunarsveitin Ingunn bjargaði fjórtán ára dreng í fyrr í kvöld sem var í sjálfheldu úti á Laugarvatni. Hann var á lítilli bátkænu, áralaus og bátinn rak hratt undan vindi út á vatnið. 22.4.2023 21:00
Aðdáendur komu Capaldi aftur til bjargar Aðdáendur söngvarans Lewis Capaldi sungu heilt lag fyrir hann á tónleikum í Chicago í Bandaríkjunum fyrir helgi. Capaldi, sem glímir við Tourette, gat ekki klárað lagið vegna heilkennisins. 22.4.2023 20:41