Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 22. apríl 2023 21:15 Martyna segir að pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli. Vísir/SteingrímurDúi Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. Á fimmtudagskvöld var pólskur karlmaður á þrítugsaldri stunginn til bana við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru úrskuðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Martyna Ylfa Suszko er pólsk en hefur búið hér á landi síðan árið 2005. Hún starfrækir nú túlkaþjónustu og túlkar á milli pólsku og íslensku. Hún segir málið mikið áfall fyrir samfélag Pólverja hér á landi. „Fólk er bara að segja að þetta sé erfitt og það eru allir að velta fyrir sér hvort það hafi verið eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona ætti sér stað. Og það að hann var pólskur ríkisborgari, hvort það hafi eitthvað að gera með það.“ Martyna ítrekar að ekkert liggi fyrir um hvort þjóðerni mannsins tengist málinu með nokkrum hætti. Engu að síður velti Pólverjar hér á landi því fyrir sér og óttast það. Óbeinir fordómar í samfélaginu „Sérstaklega á Íslandi af því við erum svo öruggt samfélag; að eitthvað svona hafi átt sér stað þá er þetta særandi og veldur svolitlum ótta.“ Atburður sem þessi hafi djúpstæð áhrif á marga Pólverja sem hér búi, sem og Íslendinga sem eru af pólsku bergi brotnir. „Þegar svona gerist þá skapast svona rif á milli „við“ og „þið,“ og þá kannski líður Pólverjum eins og við séum ekki eins velkomin. Sem er bara mjög sorglegt að hugsa.“ Pólverjar mæti miklum óbeinum fordómum í samfélaginu, sem Martyna segir að berjast þurfi gegn. Hvað getur fólk gert til að sýna stuðning í kjölfar þessa áfalls? „Auðvitað að vinna í því að sýna umhyggju um hvort annað. Við erum samfélag og Pólverjar sem koma hingað og eru kannski af öðrum uppruna eru líka Íslendingar.“ Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Innflytjendamál Tengdar fréttir Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Á fimmtudagskvöld var pólskur karlmaður á þrítugsaldri stunginn til bana við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fjórir ungir Íslendingar voru úrskuðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Martyna Ylfa Suszko er pólsk en hefur búið hér á landi síðan árið 2005. Hún starfrækir nú túlkaþjónustu og túlkar á milli pólsku og íslensku. Hún segir málið mikið áfall fyrir samfélag Pólverja hér á landi. „Fólk er bara að segja að þetta sé erfitt og það eru allir að velta fyrir sér hvort það hafi verið eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona ætti sér stað. Og það að hann var pólskur ríkisborgari, hvort það hafi eitthvað að gera með það.“ Martyna ítrekar að ekkert liggi fyrir um hvort þjóðerni mannsins tengist málinu með nokkrum hætti. Engu að síður velti Pólverjar hér á landi því fyrir sér og óttast það. Óbeinir fordómar í samfélaginu „Sérstaklega á Íslandi af því við erum svo öruggt samfélag; að eitthvað svona hafi átt sér stað þá er þetta særandi og veldur svolitlum ótta.“ Atburður sem þessi hafi djúpstæð áhrif á marga Pólverja sem hér búi, sem og Íslendinga sem eru af pólsku bergi brotnir. „Þegar svona gerist þá skapast svona rif á milli „við“ og „þið,“ og þá kannski líður Pólverjum eins og við séum ekki eins velkomin. Sem er bara mjög sorglegt að hugsa.“ Pólverjar mæti miklum óbeinum fordómum í samfélaginu, sem Martyna segir að berjast þurfi gegn. Hvað getur fólk gert til að sýna stuðning í kjölfar þessa áfalls? „Auðvitað að vinna í því að sýna umhyggju um hvort annað. Við erum samfélag og Pólverjar sem koma hingað og eru kannski af öðrum uppruna eru líka Íslendingar.“
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Innflytjendamál Tengdar fréttir Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. 22. apríl 2023 18:00
„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46