Mátti ekki reka rafvirkja fyrir að drekka í vinnunni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2023 20:47 Myndin er ekki af umræddum manni, rafvirkjanum sem vinnuveitandinn vildi meina að væri helst til drykkfelldur. Getty Images Dómstóll á Spáni hefur dæmt vinnuveitanda rafvirkja til að bjóða honum fyrra starf sitt, ella greiða honum rúmar sjö milljónir króna. Maðurinn var rekinn fyrir að drekka ítrekað í vinnunni. Rafvirkinn hafði unnið fyrir fyrirtæki, rafvirkjaþjónustu, í 27 ár. Af einhverri ástæðu sá vinnuveitandinn tilefni til að ráða einkaspæjara til að fylgjast með manninum á vinnutíma. Samkvæmt uppsagnarbréfi átti maðurinn að hafa drukkið margoft í vinnunni. Það skapaði töluverða hættu og þá var einnig talið óforsvaranlegt að rafvirkinn æki fyrirtækjabílnum undir áhrifum. Skýrsla einkaspæjarans var höfð að leiðarljósi við uppsögnina, sem fylgdist með rafvirkjanum í nokkra daga í júlí árið 2021. Brauðhleifur, fjórar dósir af San Miguel og eins lítra flaska af bjórnum Estrella. Þetta átti maðurinn að hafa keypt um hádegisbil á vinnutíma hinn 5. júlí. Rúmum tveimur vikum síðar sagðist einkaspæjarinn hafa séð rafvirkjann drekka lítinn bjór fyrir hádegismat, og svo þrjú rauðvínsglös og eitt skot af brandí með matnum. Nokkur sambærileg atvik voru tiltekin í skýrslunni. Dómstóll í Murcia taldi uppsögnina ólögmæta. Hvergi hafi komið fram í skýrslu einkaspæjarans að rafvirkinn hagað sér klaufalega eða í raun virst undir áhrifum. Hann hafi nánast alltaf drukkið áfengi á matartíma í vinnunni, og þá oft ásamt öðrum vinnufélögum, og það eitt og sér teldist ekki athugavert. Hafa bæri í huga að þetta hafi verið í miðjum júlímánuði á Spáni, þar sem hitinn setti gjarnan strik í reikninginn. Þá væri heldur ekki sýnt fram á að hann hafi ekið fyrirtækjabílnum yfir leyfilegum áfengismörkum. Eins og fyrr segir ber fyrirtækinu að setja rafvirkjann aftur í sitt gamla starf - eða greiða honum rúmar sjö milljónir króna, að því er fram kemur hjá Guardian. Spánn Áfengi og tóbak Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Rafvirkinn hafði unnið fyrir fyrirtæki, rafvirkjaþjónustu, í 27 ár. Af einhverri ástæðu sá vinnuveitandinn tilefni til að ráða einkaspæjara til að fylgjast með manninum á vinnutíma. Samkvæmt uppsagnarbréfi átti maðurinn að hafa drukkið margoft í vinnunni. Það skapaði töluverða hættu og þá var einnig talið óforsvaranlegt að rafvirkinn æki fyrirtækjabílnum undir áhrifum. Skýrsla einkaspæjarans var höfð að leiðarljósi við uppsögnina, sem fylgdist með rafvirkjanum í nokkra daga í júlí árið 2021. Brauðhleifur, fjórar dósir af San Miguel og eins lítra flaska af bjórnum Estrella. Þetta átti maðurinn að hafa keypt um hádegisbil á vinnutíma hinn 5. júlí. Rúmum tveimur vikum síðar sagðist einkaspæjarinn hafa séð rafvirkjann drekka lítinn bjór fyrir hádegismat, og svo þrjú rauðvínsglös og eitt skot af brandí með matnum. Nokkur sambærileg atvik voru tiltekin í skýrslunni. Dómstóll í Murcia taldi uppsögnina ólögmæta. Hvergi hafi komið fram í skýrslu einkaspæjarans að rafvirkinn hagað sér klaufalega eða í raun virst undir áhrifum. Hann hafi nánast alltaf drukkið áfengi á matartíma í vinnunni, og þá oft ásamt öðrum vinnufélögum, og það eitt og sér teldist ekki athugavert. Hafa bæri í huga að þetta hafi verið í miðjum júlímánuði á Spáni, þar sem hitinn setti gjarnan strik í reikninginn. Þá væri heldur ekki sýnt fram á að hann hafi ekið fyrirtækjabílnum yfir leyfilegum áfengismörkum. Eins og fyrr segir ber fyrirtækinu að setja rafvirkjann aftur í sitt gamla starf - eða greiða honum rúmar sjö milljónir króna, að því er fram kemur hjá Guardian.
Spánn Áfengi og tóbak Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira