Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Lil Durk, Grammy-verðlaunahafi og bandarískur rappari, var handtekinn í gær grunaður um að hafa ráðið launmorðingja til að ráða keppinaut sinn af dögunum. 25.10.2024 23:25
Með í maganum og stígur út fyrir þægindarammann „Það er þannig að sumir lenda á milli og þá eru engin úrræði sem passa við. Við sjáum það í samtölum við fólk að það eru til börn og ungmenni sem eru með þannig vandkvæði að þau passa hvergi. Við finnum það öll að þegar það er talað um málefni barna að þetta er viðkvæmt og miklar tilfinningar í þessu. Fyrir utan það að það er auðvitað kostnaður fyrir samfélagið að það verði til fólk sem brýtur af sér eða verði ekki nýtir þjóðfélagsþegnar.“ 25.10.2024 22:32
Fleiri vilja sjá Þórdísi eða Guðlaug leiða í stað Bjarna Töluvert fleiri vilja sjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra eða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum í stað Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, ef marka má nýja skoðanakönnun. 25.10.2024 21:42
Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ 25.10.2024 21:08
Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25.10.2024 19:39
Kunnugleg andlit á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, skipar fyrsta sæti lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Kjördæmissamband Framsóknar í Norðvesturkjördæmi kom saman klukkan 18 í dag og hefur samþykkt framboðslista. 25.10.2024 18:50
Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, eignuðust fallegan dreng fyrir tveimur mánuðum. Um fyrsta barn parsins er að ræða. Þessu greinir Edda frá í færslu á Instagram-reikning sínum. 25.10.2024 18:31
Rósa Björk snýr aftur og Katrín á lista VG Listar Vinstri grænna fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður voru samþykktir á fundi flokksins sem hófst á Nauthóli klukkan 17:30 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Kunnugleg andlit skipa fyrstu sæti beggja lista en athygli vekur að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skipar heiðurssæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Það er kjördæmið sem hún skipaði áður forystusætið. 25.10.2024 17:58
Sárnar umræðan síðustu daga Formanni Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs sárnar málflutning síðustu daga og umræða um úttektir Viðskiptaráðs og sveitarfélaganna. Mennta og barnamálaráðherra segir tímabært að meta störf kennara að verðleikum. 22.10.2024 19:21
Býður sig fram en reiknar ekki með sæti á þingi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefur kost á sér í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, fyrir alþingiskosningar þann 30. nóvember. 22.10.2024 11:40