Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. september 2025 12:15 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. vísir/ívar Stjórnmálafræðingur segir bilið á milli kosningaþátttöku háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra aukast með árunum. Í þingkosningunum á síðasta ári munaði rúmum 20 prósentustigum á milli þessara hópa í sumum kjördæmum sem sé merki um aukna samfélagslega aðgreiningu að hennar mati. Hagstofan birti í gær greiningu á kosningaþátttöku eftir menntun fyrir alþingiskosningar árin 2021 og 2024 í fyrsta sinn síðan hún hóf miðlun kosningaskýrslna. Hlutfall kosningaþátttöku eftir menntastigum er að mestu leyti það sama á milli kosninga eða 86,8 prósent á meðal háskólamenntaðra, um 81 prósent meðal framhaldsskólamenntaðra og um 71 prósent meðal grunnskólamenntaðra. „Þetta kom mér ekki á óvart“ Töluverður munur er á kosningaþátttöku eftir menntun. Í sumum kjördæmum nemur það rúmlega 20 prósentustigum. Sem dæmi má nefna Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem þátttaka mældist 65,8 prósent meðal grunnskólamenntaðra en 86,1 prósent meðal háskólamenntaðra. Tölur frá Hagstofunnihagstofa Íslands Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði í stjórnendateymi íslensku kosningarannsóknarinnar, segir tölfræðina sýna viðvarandi þróun. „Þetta kom mér ekki á óvart. Við höfum séð það í gegnum árin, bæði í gegnum íslensku kosningarannsókninni og erlendis að þeir sem eru með minni menntun eru ólíklegri til að kjósa. Það bil virðist vera að aukast. Þeir sem eru með meiri menntun eru enn líklegri til að kjósa í dag en áður og þeir sem eru með minni menntun ólíklegri.“ Átök beri árangur Um áhyggjuefni sé að ræða. Háskólamenntun aukist með árunum en einnig sundrung á milli hópa. „Menntun í samfélaginu hefur almennt verið að aukast. Það getur bent til þess að þessi gjá ef maður getur orðað það þannig á milli þeirra sem eru með menntun og þeirra sem eru ekki með menntun sé að aukast. Þetta bendir til þess að það sé mögulega að verða meiri aðgreining í samfélaginu eftir menntun.“ Einnig sé um að ræða merki um dræma kosningaþátttöku ungs fólks. Hún biðlar til skólakerfisins og stjórnvalda að hjálpa nýjum kjósendum að komast inn í stjórnmálaumræðu hér á landi. „í alþingiskosningunum 2016. Þá var farið í sérstakt átak til auka þátttöku ungs fólks. Við sáum alveg að það ber árangur. Við vitum þegar að stjórnvöld og sveitarfélög grípa til aðgerða til að ýta undir þátttöku þá ber það árangur. Ég hvet sveitarstjórnir og stjórnvöld eindregið til að gera það.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Hagstofan birti í gær greiningu á kosningaþátttöku eftir menntun fyrir alþingiskosningar árin 2021 og 2024 í fyrsta sinn síðan hún hóf miðlun kosningaskýrslna. Hlutfall kosningaþátttöku eftir menntastigum er að mestu leyti það sama á milli kosninga eða 86,8 prósent á meðal háskólamenntaðra, um 81 prósent meðal framhaldsskólamenntaðra og um 71 prósent meðal grunnskólamenntaðra. „Þetta kom mér ekki á óvart“ Töluverður munur er á kosningaþátttöku eftir menntun. Í sumum kjördæmum nemur það rúmlega 20 prósentustigum. Sem dæmi má nefna Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem þátttaka mældist 65,8 prósent meðal grunnskólamenntaðra en 86,1 prósent meðal háskólamenntaðra. Tölur frá Hagstofunnihagstofa Íslands Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði í stjórnendateymi íslensku kosningarannsóknarinnar, segir tölfræðina sýna viðvarandi þróun. „Þetta kom mér ekki á óvart. Við höfum séð það í gegnum árin, bæði í gegnum íslensku kosningarannsókninni og erlendis að þeir sem eru með minni menntun eru ólíklegri til að kjósa. Það bil virðist vera að aukast. Þeir sem eru með meiri menntun eru enn líklegri til að kjósa í dag en áður og þeir sem eru með minni menntun ólíklegri.“ Átök beri árangur Um áhyggjuefni sé að ræða. Háskólamenntun aukist með árunum en einnig sundrung á milli hópa. „Menntun í samfélaginu hefur almennt verið að aukast. Það getur bent til þess að þessi gjá ef maður getur orðað það þannig á milli þeirra sem eru með menntun og þeirra sem eru ekki með menntun sé að aukast. Þetta bendir til þess að það sé mögulega að verða meiri aðgreining í samfélaginu eftir menntun.“ Einnig sé um að ræða merki um dræma kosningaþátttöku ungs fólks. Hún biðlar til skólakerfisins og stjórnvalda að hjálpa nýjum kjósendum að komast inn í stjórnmálaumræðu hér á landi. „í alþingiskosningunum 2016. Þá var farið í sérstakt átak til auka þátttöku ungs fólks. Við sáum alveg að það ber árangur. Við vitum þegar að stjórnvöld og sveitarfélög grípa til aðgerða til að ýta undir þátttöku þá ber það árangur. Ég hvet sveitarstjórnir og stjórnvöld eindregið til að gera það.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira