Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23.10.2019 19:00
Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. 23.10.2019 18:30
Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19.10.2019 15:23
Söngelski hundurinn Snóker gerir upp á milli hljóðfæra Hundurinn Snóker nýtur sín hvergi betur en við píanóið á heimilinu þar sem hann syngur gjarnan hástöfum með tónlistinni. Hann tekur þó ekki undir með hvaða lagi sem er og syngur alls ekki með harmonikku. 16.10.2019 20:00
Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16.10.2019 19:30
„Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert“ Það er mjög þungt hljóð í bæjarbúum á Akranesi og atvinnuhorfur þar ekki góðar. 1.10.2019 22:00
Kaupendur ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að framboð nýrra íbúða á markaðnum virðist hafa farið langt með að mæta raunverulegri þörf. 23.9.2019 13:37
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8.9.2019 20:15
Fyrstur til að fljúga gírókopter umhverfis heiminn Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter þyrlu. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. 8.9.2019 20:00