Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. maí 2020 11:31 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem gerði kjarasamning við Icelandair til fimm ára í nótt, segir að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. Samningurinn milli FÍA og Icelandair gildir til 30. september 2025. Hann náðist loks milli félaganna eftir viðræður síðustu vikna en Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur lagt áherslu á það við flugstéttir félagsins að lækka þurfi launakostnað á meðan félagið rær lífróður á tímum kórónuveiru. Gengur sáttur frá borði Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir í samtali við fréttastofu að ágætlega hafi gengið að ná samningum í nótt. Það hafi verið flókið að vissu leyti þar sem liggja þurfti yfir reglum um hvíldartíma og leiðakerfi. „Þannig að allir væru sammála um hvernig við værum að ná fram hagræðingunum. En þetta gekk vel. Það voru allir algjörlega mótíveraðir í því að ná þessu saman,“ segir Jón Þór. Þannig að þú gengur sáttur frá borði? „Já, ég held að allir hafi gengið sáttir frá borði í nótt.“ Inntur eftir því hvort samningurinn feli í sér kjaraskerðingu segir Jón Þór að aðalmálið sé að tryggja flugrekstur á Íslandi til framtíðar. „Þetta er tímamótasamningur. Við lögðum af stað með markmið að tryggja samkeppnishæfni Icelandair til framtíðar. Og við erum bara búin að auka enn og meira á samkeppnishæfi félagsins. Okkar áherslur eru náttúrulega þær í þessu að tryggja íslenskan flugrekstur vegna þess að mikilvægi hans er gríðarlegt fyrir hagkerfið og atvinnulífið allt,“ segir Jón Þór. „Við erum að taka á okkur kjaraskerðingu. En það er til þess að mæta þessu ástandi. Og þær eru varanlegar.“ Taka á sig meiri vinnu Inntur eftir því hvort í samningnum felist ákvæði um það hvort kjör flugmanna gætu batnað á ný þegar rekstur félagsins byrjar að ganga betur segir Jón Þór að það verði skoðað nú í framhaldinu. „Við tökum á okkur meiri vinnu og rýmkum verulega til í því. Við finnum bara til ábyrgðar. Við vorum búin að segja það að við ætluðum að taka slaginn með félaginu, fyrir íslenskt hagkerfi og atvinnulíf og við stóðum bara við það.“ Eruð þið að taka á ykkur launalækkun? „Eins og ég var búinn að segja áður, þetta er sambland af nokkrum þáttum. Það eru laun, það er aukinn vinnutími og við gefum eftir orlof og svona lífsgæði í samningnum. Það er bara til þess líka að tryggja störf til framtíðar.“ Jón Þór gerir ráð fyrir að samningurinn verði lagður fyrir félagsmenn í dag og atkvæðagreiðsla standi yfir næstu daga. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. 14. maí 2020 10:42 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem gerði kjarasamning við Icelandair til fimm ára í nótt, segir að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. Samningurinn milli FÍA og Icelandair gildir til 30. september 2025. Hann náðist loks milli félaganna eftir viðræður síðustu vikna en Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur lagt áherslu á það við flugstéttir félagsins að lækka þurfi launakostnað á meðan félagið rær lífróður á tímum kórónuveiru. Gengur sáttur frá borði Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir í samtali við fréttastofu að ágætlega hafi gengið að ná samningum í nótt. Það hafi verið flókið að vissu leyti þar sem liggja þurfti yfir reglum um hvíldartíma og leiðakerfi. „Þannig að allir væru sammála um hvernig við værum að ná fram hagræðingunum. En þetta gekk vel. Það voru allir algjörlega mótíveraðir í því að ná þessu saman,“ segir Jón Þór. Þannig að þú gengur sáttur frá borði? „Já, ég held að allir hafi gengið sáttir frá borði í nótt.“ Inntur eftir því hvort samningurinn feli í sér kjaraskerðingu segir Jón Þór að aðalmálið sé að tryggja flugrekstur á Íslandi til framtíðar. „Þetta er tímamótasamningur. Við lögðum af stað með markmið að tryggja samkeppnishæfni Icelandair til framtíðar. Og við erum bara búin að auka enn og meira á samkeppnishæfi félagsins. Okkar áherslur eru náttúrulega þær í þessu að tryggja íslenskan flugrekstur vegna þess að mikilvægi hans er gríðarlegt fyrir hagkerfið og atvinnulífið allt,“ segir Jón Þór. „Við erum að taka á okkur kjaraskerðingu. En það er til þess að mæta þessu ástandi. Og þær eru varanlegar.“ Taka á sig meiri vinnu Inntur eftir því hvort í samningnum felist ákvæði um það hvort kjör flugmanna gætu batnað á ný þegar rekstur félagsins byrjar að ganga betur segir Jón Þór að það verði skoðað nú í framhaldinu. „Við tökum á okkur meiri vinnu og rýmkum verulega til í því. Við finnum bara til ábyrgðar. Við vorum búin að segja það að við ætluðum að taka slaginn með félaginu, fyrir íslenskt hagkerfi og atvinnulíf og við stóðum bara við það.“ Eruð þið að taka á ykkur launalækkun? „Eins og ég var búinn að segja áður, þetta er sambland af nokkrum þáttum. Það eru laun, það er aukinn vinnutími og við gefum eftir orlof og svona lífsgæði í samningnum. Það er bara til þess líka að tryggja störf til framtíðar.“ Jón Þór gerir ráð fyrir að samningurinn verði lagður fyrir félagsmenn í dag og atkvæðagreiðsla standi yfir næstu daga. Hann kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. 14. maí 2020 10:42 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53
Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. 14. maí 2020 10:42
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent