varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis

Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema.

3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air

Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar.

"Ef þú kvartar gætirðu misst húsnæðið þitt“

Stéttarfélögum ætti að vera heimilt að sekta fyrirtæki sem brjóta á starfsmönnum að mati hagfræðinema sem vann rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði fyrir ASÍ. Yfir helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd útlendinga.

Borðleggjandi að kirkjur í Reykjavík verði seldar

Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku.

Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni

Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag

Sjá meira