Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 12:40 Þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis þurfa að bíða í tvo mánuði eftir viðtali. visir/Hanna Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. „Því miður ráðum við ekki alveg nógu við þetta. Við höfum gert okkar allra, allra besta til þess að taka á móti öllum í viðtöl en akkúrat núna höfum við sett stopp á ný viðtöl og setjum alla á biðlista," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu á síðasta ári 885 til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, ríflega eitt hundruð fleiri en árið áður. Starfsfólk Stígamóta líkir aukningunni á síðustu árum við sprengingu. Frá árinu 2014 nemur fjölgunin ríflega fjörtíu prósentum. Steinunn bendir á að þrátt fyrir það hafi framlag ríkisins til starfseminnar haldist óbreytt síðan þá. „Við þyrftum auðvitað að bæta við starfsfólki til þess að geta tekið á móti öllum þeim sem vilja leita sér hjálpar í kjöfar kynferðisofbeldis. Þeir sem eru að koma inn nýir núna eru að bíða í rúmlega tvo mánuði eftir viðtali," segir Steinunn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.vísir/Einar Um sjötíu þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu orðið fyrir nauðgun og um þriðjungur fyrir sifjaspelli. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og langflestar eru að leita til okkar vegna kynferðisofbeldis sem þær voru beittar í æsku. Sjötíu prósent af okkar fólki var undir átján ára aldri þegar það var fyrst beitt kynferðisofbeldi." Hún telur víst að heimilisofbeldi hafi aukist á tímum kórónuveirunnar. Einungis voru tekin símaviðtöl um tíma af sóttvarnarástæðum. Fólk sem ekki treysti sér í símaviðtal er að skila sér núna í viðtal í persónu. „Hér á stígamótum erum við að hitta margar konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í makasambandi og stóran hóp af fólki sem var beitt kynferðisofbeldi á heimilum sínum af fjölskyldumeðlimum þegar þau voru börn. Það eru allar líkur á því að þetta ofbeldi hafi aukist á covid-tímanum. Þetta er heimilisofbeldi sem er oft mjög falið og við eigum von á því að það verði aukning hér á Stígamótum," segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. „Því miður ráðum við ekki alveg nógu við þetta. Við höfum gert okkar allra, allra besta til þess að taka á móti öllum í viðtöl en akkúrat núna höfum við sett stopp á ný viðtöl og setjum alla á biðlista," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu á síðasta ári 885 til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, ríflega eitt hundruð fleiri en árið áður. Starfsfólk Stígamóta líkir aukningunni á síðustu árum við sprengingu. Frá árinu 2014 nemur fjölgunin ríflega fjörtíu prósentum. Steinunn bendir á að þrátt fyrir það hafi framlag ríkisins til starfseminnar haldist óbreytt síðan þá. „Við þyrftum auðvitað að bæta við starfsfólki til þess að geta tekið á móti öllum þeim sem vilja leita sér hjálpar í kjöfar kynferðisofbeldis. Þeir sem eru að koma inn nýir núna eru að bíða í rúmlega tvo mánuði eftir viðtali," segir Steinunn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.vísir/Einar Um sjötíu þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu orðið fyrir nauðgun og um þriðjungur fyrir sifjaspelli. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og langflestar eru að leita til okkar vegna kynferðisofbeldis sem þær voru beittar í æsku. Sjötíu prósent af okkar fólki var undir átján ára aldri þegar það var fyrst beitt kynferðisofbeldi." Hún telur víst að heimilisofbeldi hafi aukist á tímum kórónuveirunnar. Einungis voru tekin símaviðtöl um tíma af sóttvarnarástæðum. Fólk sem ekki treysti sér í símaviðtal er að skila sér núna í viðtal í persónu. „Hér á stígamótum erum við að hitta margar konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í makasambandi og stóran hóp af fólki sem var beitt kynferðisofbeldi á heimilum sínum af fjölskyldumeðlimum þegar þau voru börn. Það eru allar líkur á því að þetta ofbeldi hafi aukist á covid-tímanum. Þetta er heimilisofbeldi sem er oft mjög falið og við eigum von á því að það verði aukning hér á Stígamótum," segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira