Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 12:40 Þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis þurfa að bíða í tvo mánuði eftir viðtali. visir/Hanna Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. „Því miður ráðum við ekki alveg nógu við þetta. Við höfum gert okkar allra, allra besta til þess að taka á móti öllum í viðtöl en akkúrat núna höfum við sett stopp á ný viðtöl og setjum alla á biðlista," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu á síðasta ári 885 til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, ríflega eitt hundruð fleiri en árið áður. Starfsfólk Stígamóta líkir aukningunni á síðustu árum við sprengingu. Frá árinu 2014 nemur fjölgunin ríflega fjörtíu prósentum. Steinunn bendir á að þrátt fyrir það hafi framlag ríkisins til starfseminnar haldist óbreytt síðan þá. „Við þyrftum auðvitað að bæta við starfsfólki til þess að geta tekið á móti öllum þeim sem vilja leita sér hjálpar í kjöfar kynferðisofbeldis. Þeir sem eru að koma inn nýir núna eru að bíða í rúmlega tvo mánuði eftir viðtali," segir Steinunn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.vísir/Einar Um sjötíu þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu orðið fyrir nauðgun og um þriðjungur fyrir sifjaspelli. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og langflestar eru að leita til okkar vegna kynferðisofbeldis sem þær voru beittar í æsku. Sjötíu prósent af okkar fólki var undir átján ára aldri þegar það var fyrst beitt kynferðisofbeldi." Hún telur víst að heimilisofbeldi hafi aukist á tímum kórónuveirunnar. Einungis voru tekin símaviðtöl um tíma af sóttvarnarástæðum. Fólk sem ekki treysti sér í símaviðtal er að skila sér núna í viðtal í persónu. „Hér á stígamótum erum við að hitta margar konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í makasambandi og stóran hóp af fólki sem var beitt kynferðisofbeldi á heimilum sínum af fjölskyldumeðlimum þegar þau voru börn. Það eru allar líkur á því að þetta ofbeldi hafi aukist á covid-tímanum. Þetta er heimilisofbeldi sem er oft mjög falið og við eigum von á því að það verði aukning hér á Stígamótum," segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. „Því miður ráðum við ekki alveg nógu við þetta. Við höfum gert okkar allra, allra besta til þess að taka á móti öllum í viðtöl en akkúrat núna höfum við sett stopp á ný viðtöl og setjum alla á biðlista," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu á síðasta ári 885 til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, ríflega eitt hundruð fleiri en árið áður. Starfsfólk Stígamóta líkir aukningunni á síðustu árum við sprengingu. Frá árinu 2014 nemur fjölgunin ríflega fjörtíu prósentum. Steinunn bendir á að þrátt fyrir það hafi framlag ríkisins til starfseminnar haldist óbreytt síðan þá. „Við þyrftum auðvitað að bæta við starfsfólki til þess að geta tekið á móti öllum þeim sem vilja leita sér hjálpar í kjöfar kynferðisofbeldis. Þeir sem eru að koma inn nýir núna eru að bíða í rúmlega tvo mánuði eftir viðtali," segir Steinunn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.vísir/Einar Um sjötíu þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu orðið fyrir nauðgun og um þriðjungur fyrir sifjaspelli. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og langflestar eru að leita til okkar vegna kynferðisofbeldis sem þær voru beittar í æsku. Sjötíu prósent af okkar fólki var undir átján ára aldri þegar það var fyrst beitt kynferðisofbeldi." Hún telur víst að heimilisofbeldi hafi aukist á tímum kórónuveirunnar. Einungis voru tekin símaviðtöl um tíma af sóttvarnarástæðum. Fólk sem ekki treysti sér í símaviðtal er að skila sér núna í viðtal í persónu. „Hér á stígamótum erum við að hitta margar konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í makasambandi og stóran hóp af fólki sem var beitt kynferðisofbeldi á heimilum sínum af fjölskyldumeðlimum þegar þau voru börn. Það eru allar líkur á því að þetta ofbeldi hafi aukist á covid-tímanum. Þetta er heimilisofbeldi sem er oft mjög falið og við eigum von á því að það verði aukning hér á Stígamótum," segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira