Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 18:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Samkvæmt tillögunni herðast reglur gagnvart Íslendingum og útlendingum sem búsettir eru hér á landi þó nokkuð. „Þeir sem eru með neikvætt próf við skimun á landamærunum verða beðnir um að fara í sóttkví í fjóra til fimm daga og ef það er neikvætt aftur verður þeim sleppt úr sóttkví," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki ljóst hversu lengi þetta fyrirkomulag mun vara en ekki er gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir seinna prófið. Gripið er til þessa vegna smita sem hafa komið upp út frá fólki sem mælst hefur neikvætt á landamærum en reynst vera með veiruna. „Þeir sem eru búsettir hér hafa mun meira tengslanet í samfélaginu en aðrir og eru mun líklegri en aðrir til að breiða út smit í samfélaginu," segir hann. Fjögur smit má nú rekja fótboltakonu sem dvaldist í Bandaríkjunum og í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Smitrakningu vegna hennar er ekki lokið en hún er ekki sögð jafn flókin og í máli fótboltakonunnar þar sem fleiri hundruð þurftu í sóttkví. Þórólfur segir hægt að gera ráð fyrir fleiri smitum í samfélaginu. „Við getum ekki alveg gengið út frá því að öll próf sem hafa verið neikvæð séu neikvæð en vonandi eru þau ekki það mörg," segir Þórólfur. Íslendingar munu þurfa fara í nokkurra daga sóttkví eftir að beðið er niðurstöðu úr annarri sýnatöku.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir ekki ljóst hvort búið sé að ná tökum á hópsýkingunni. „Við erum ekki að sjá ný tilfelli út frá þessum hópi sem við höfum verið að greina en það er stuttur tími liðinn og það getur tekið upp undir tvær vikur að sjá árangurinn." Breytt dagskrá á goslokahátíð Almannavanir birtu í dag minnisblað þar sem ítrekað er að enginn samangur eigi að vera á milli fimm hundruð manna sóttvarnarhólfa á samkomum. Víðir segir fjölda ábendinga hafa borist um samgang fólks við veitinga-, eða miðasölu og á salernum á stærri samkomum. Hann vonar að minnisblaðið leiði til breytinga hjá mótshöldurum og skipuleggjendum bæjarhátíða. „Við erum strax farin að sjá það að menn eru að breyta. Goslokahátíðin var að breyta hjá sér dagskrá um komandi helgi og taka af dagskrá viðburð sem þau reiknuðu með að yrði fjölmennur. Ég reikna með að fleiri muni fylgja í kjölfarið," segir hann. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir skimun á landamærum, níu þúsund sé bókað fyrir fram en ellefu þúsund á staðnum. Verkefnisstjóri segir unnið að breytingu þannig að hægt verði að greiða fyrir hópa. Hann segir ferlið hafa gengið vel í dag. „Flestir voru búnir að borga fyrirfram, eða allavega meirihutinn og fyrir vikið hafa ekki verið neinar sérstakar biðraðir," segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Samkvæmt tillögunni herðast reglur gagnvart Íslendingum og útlendingum sem búsettir eru hér á landi þó nokkuð. „Þeir sem eru með neikvætt próf við skimun á landamærunum verða beðnir um að fara í sóttkví í fjóra til fimm daga og ef það er neikvætt aftur verður þeim sleppt úr sóttkví," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki ljóst hversu lengi þetta fyrirkomulag mun vara en ekki er gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir seinna prófið. Gripið er til þessa vegna smita sem hafa komið upp út frá fólki sem mælst hefur neikvætt á landamærum en reynst vera með veiruna. „Þeir sem eru búsettir hér hafa mun meira tengslanet í samfélaginu en aðrir og eru mun líklegri en aðrir til að breiða út smit í samfélaginu," segir hann. Fjögur smit má nú rekja fótboltakonu sem dvaldist í Bandaríkjunum og í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Smitrakningu vegna hennar er ekki lokið en hún er ekki sögð jafn flókin og í máli fótboltakonunnar þar sem fleiri hundruð þurftu í sóttkví. Þórólfur segir hægt að gera ráð fyrir fleiri smitum í samfélaginu. „Við getum ekki alveg gengið út frá því að öll próf sem hafa verið neikvæð séu neikvæð en vonandi eru þau ekki það mörg," segir Þórólfur. Íslendingar munu þurfa fara í nokkurra daga sóttkví eftir að beðið er niðurstöðu úr annarri sýnatöku.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir ekki ljóst hvort búið sé að ná tökum á hópsýkingunni. „Við erum ekki að sjá ný tilfelli út frá þessum hópi sem við höfum verið að greina en það er stuttur tími liðinn og það getur tekið upp undir tvær vikur að sjá árangurinn." Breytt dagskrá á goslokahátíð Almannavanir birtu í dag minnisblað þar sem ítrekað er að enginn samangur eigi að vera á milli fimm hundruð manna sóttvarnarhólfa á samkomum. Víðir segir fjölda ábendinga hafa borist um samgang fólks við veitinga-, eða miðasölu og á salernum á stærri samkomum. Hann vonar að minnisblaðið leiði til breytinga hjá mótshöldurum og skipuleggjendum bæjarhátíða. „Við erum strax farin að sjá það að menn eru að breyta. Goslokahátíðin var að breyta hjá sér dagskrá um komandi helgi og taka af dagskrá viðburð sem þau reiknuðu með að yrði fjölmennur. Ég reikna með að fleiri muni fylgja í kjölfarið," segir hann. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir skimun á landamærum, níu þúsund sé bókað fyrir fram en ellefu þúsund á staðnum. Verkefnisstjóri segir unnið að breytingu þannig að hægt verði að greiða fyrir hópa. Hann segir ferlið hafa gengið vel í dag. „Flestir voru búnir að borga fyrirfram, eða allavega meirihutinn og fyrir vikið hafa ekki verið neinar sérstakar biðraðir," segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent