Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 18:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Samkvæmt tillögunni herðast reglur gagnvart Íslendingum og útlendingum sem búsettir eru hér á landi þó nokkuð. „Þeir sem eru með neikvætt próf við skimun á landamærunum verða beðnir um að fara í sóttkví í fjóra til fimm daga og ef það er neikvætt aftur verður þeim sleppt úr sóttkví," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki ljóst hversu lengi þetta fyrirkomulag mun vara en ekki er gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir seinna prófið. Gripið er til þessa vegna smita sem hafa komið upp út frá fólki sem mælst hefur neikvætt á landamærum en reynst vera með veiruna. „Þeir sem eru búsettir hér hafa mun meira tengslanet í samfélaginu en aðrir og eru mun líklegri en aðrir til að breiða út smit í samfélaginu," segir hann. Fjögur smit má nú rekja fótboltakonu sem dvaldist í Bandaríkjunum og í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Smitrakningu vegna hennar er ekki lokið en hún er ekki sögð jafn flókin og í máli fótboltakonunnar þar sem fleiri hundruð þurftu í sóttkví. Þórólfur segir hægt að gera ráð fyrir fleiri smitum í samfélaginu. „Við getum ekki alveg gengið út frá því að öll próf sem hafa verið neikvæð séu neikvæð en vonandi eru þau ekki það mörg," segir Þórólfur. Íslendingar munu þurfa fara í nokkurra daga sóttkví eftir að beðið er niðurstöðu úr annarri sýnatöku.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir ekki ljóst hvort búið sé að ná tökum á hópsýkingunni. „Við erum ekki að sjá ný tilfelli út frá þessum hópi sem við höfum verið að greina en það er stuttur tími liðinn og það getur tekið upp undir tvær vikur að sjá árangurinn." Breytt dagskrá á goslokahátíð Almannavanir birtu í dag minnisblað þar sem ítrekað er að enginn samangur eigi að vera á milli fimm hundruð manna sóttvarnarhólfa á samkomum. Víðir segir fjölda ábendinga hafa borist um samgang fólks við veitinga-, eða miðasölu og á salernum á stærri samkomum. Hann vonar að minnisblaðið leiði til breytinga hjá mótshöldurum og skipuleggjendum bæjarhátíða. „Við erum strax farin að sjá það að menn eru að breyta. Goslokahátíðin var að breyta hjá sér dagskrá um komandi helgi og taka af dagskrá viðburð sem þau reiknuðu með að yrði fjölmennur. Ég reikna með að fleiri muni fylgja í kjölfarið," segir hann. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir skimun á landamærum, níu þúsund sé bókað fyrir fram en ellefu þúsund á staðnum. Verkefnisstjóri segir unnið að breytingu þannig að hægt verði að greiða fyrir hópa. Hann segir ferlið hafa gengið vel í dag. „Flestir voru búnir að borga fyrirfram, eða allavega meirihutinn og fyrir vikið hafa ekki verið neinar sérstakar biðraðir," segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Samkvæmt tillögunni herðast reglur gagnvart Íslendingum og útlendingum sem búsettir eru hér á landi þó nokkuð. „Þeir sem eru með neikvætt próf við skimun á landamærunum verða beðnir um að fara í sóttkví í fjóra til fimm daga og ef það er neikvætt aftur verður þeim sleppt úr sóttkví," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki ljóst hversu lengi þetta fyrirkomulag mun vara en ekki er gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir seinna prófið. Gripið er til þessa vegna smita sem hafa komið upp út frá fólki sem mælst hefur neikvætt á landamærum en reynst vera með veiruna. „Þeir sem eru búsettir hér hafa mun meira tengslanet í samfélaginu en aðrir og eru mun líklegri en aðrir til að breiða út smit í samfélaginu," segir hann. Fjögur smit má nú rekja fótboltakonu sem dvaldist í Bandaríkjunum og í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. Smitrakningu vegna hennar er ekki lokið en hún er ekki sögð jafn flókin og í máli fótboltakonunnar þar sem fleiri hundruð þurftu í sóttkví. Þórólfur segir hægt að gera ráð fyrir fleiri smitum í samfélaginu. „Við getum ekki alveg gengið út frá því að öll próf sem hafa verið neikvæð séu neikvæð en vonandi eru þau ekki það mörg," segir Þórólfur. Íslendingar munu þurfa fara í nokkurra daga sóttkví eftir að beðið er niðurstöðu úr annarri sýnatöku.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir ekki ljóst hvort búið sé að ná tökum á hópsýkingunni. „Við erum ekki að sjá ný tilfelli út frá þessum hópi sem við höfum verið að greina en það er stuttur tími liðinn og það getur tekið upp undir tvær vikur að sjá árangurinn." Breytt dagskrá á goslokahátíð Almannavanir birtu í dag minnisblað þar sem ítrekað er að enginn samangur eigi að vera á milli fimm hundruð manna sóttvarnarhólfa á samkomum. Víðir segir fjölda ábendinga hafa borist um samgang fólks við veitinga-, eða miðasölu og á salernum á stærri samkomum. Hann vonar að minnisblaðið leiði til breytinga hjá mótshöldurum og skipuleggjendum bæjarhátíða. „Við erum strax farin að sjá það að menn eru að breyta. Goslokahátíðin var að breyta hjá sér dagskrá um komandi helgi og taka af dagskrá viðburð sem þau reiknuðu með að yrði fjölmennur. Ég reikna með að fleiri muni fylgja í kjölfarið," segir hann. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir skimun á landamærum, níu þúsund sé bókað fyrir fram en ellefu þúsund á staðnum. Verkefnisstjóri segir unnið að breytingu þannig að hægt verði að greiða fyrir hópa. Hann segir ferlið hafa gengið vel í dag. „Flestir voru búnir að borga fyrirfram, eða allavega meirihutinn og fyrir vikið hafa ekki verið neinar sérstakar biðraðir," segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira