Til skoðunar að stofna rannsóknarnefnd um vistheimili síðustu áttatíu ára Velferðarnefnd skoðar að leggja fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar sem yrði falið að rannsaka aðbúnað fólks á vistheimilum síðustu áttatíu árin. Nefndarformaður segir mikilvægt fyrir samfélagið að opna þessi mál. 17.11.2020 12:01
„Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla“ Illa hefur verið brugðist við tillögum sem miða að því að draga úr spillingu innan stjórnsýslu lögreglunnar, samkvæmt nýrri skýrslu. 16.11.2020 19:00
Nemendur segja sig úr áföngum til að draga úr álagi í faraldrinum Menntamálaráðherra segir allt kapp lagt á að koma framhaldsskólanemum aftur í staðnám. Dæmi séu um að ungmenni segi sig úr áföngum til að draga úr álagi. Unnið sé að því að auka rafræna sálfræðiþjónustu fyrir nemendur í faraldrinum. 13.11.2020 12:49
Leggur aftur til að dreifing á ösku verði gerð frjáls Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur í annað sinn lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að dreifing á ösku verði gerð frjáls. 13.11.2020 10:51
„Svo misboðið að ég næ varla utan um það“ Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal. 12.11.2020 18:25
Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. 12.11.2020 14:52
Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um þungunarrofsþjónustu á Íslandi. 12.11.2020 13:19
Stundum gengið of langt í sóttvarnaraðgerðum Fjármálaráðherra segist stundum hafa talið of langt gengið í sóttvarnaraðgerðum. Mikilvægt sé að taka gagnrýna umræðu um ákvarðanir stjórnvalda. 12.11.2020 12:01
„Held að fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr“ Til nokkuð harðra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. 12.11.2020 11:09
Óttast að Sjálfstæðismenn láti sína villtustu drauma rætast Formaður Samfylkingarinnar óttast að kreppuástand verði nýtt til sölu ríkiseigna og segir Keflavíkurflugvöll eiga að vera í höndum ríkisins. Viðskiptaráð telur að fara eigi að tillögum OECD og selja völlinn. 11.11.2020 18:41