Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Algjör óvissa ríkir um hvenær endanleg úrslit Alþingiskosninganna liggja fyrir eftir endurtalningu atkvæða og kæru vegna framkvæmdar kosninganna. Forsætisráðherra leggur á það áherslu að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Við verðum í beinni útsendingu frá Fjölbrautaskólanum á Selfossi þar sem yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis er í þann mund að hefja endurtalningu allra atkvæða í kjördæminu.

Þá verður rætt við eigendur Hótels Borgarness sem telja afar ósennilegt að nokkur hafi getað átt við óinnsigluð kjörgögn sem skilin voru eftir í læstum veislusal af yfirkjörstjórn. Myndavélar séu við alla útganga salarins.

Einnig kynnum fylgjumst við með mögulegum fyrstu skrefum í stjórnarmyndunarviðræðum, kynnum okkur úrslit þýsku kosninganna og förum yfir afar sérstök kúanöfn.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×