Svolítið feginn að mega vera áfram í gallajakkanum að rífa kjaft Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2021 18:47 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. vísir/Egill Sósíalistar ætla að verða öflugasta stjórnarandstöðuaflið á kjörtímabilinu þrátt fyrir að hafa ekki náð inn á þing. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist örlítið feginn að geta áfram rifið kjaft utan Alþingis. Sósíalistaflokkur Íslands var á ágætis siglingu fyrir kosningar og samkvæmt Maskínukönnunum fór fylgið hæst upp í tæp átta prósent í byrjun september. Í miðjum mánuði fór það að gefa eftir og mældist 6,2 prósent í síðustu könnun daginn fyrir kosningar. Þegar farið var að telja upp úr kössunum blasti önnur staða við og hlaut flokkurinn að lokum 4,1 prósenta fylgi á landsvísu og engan þingmann. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista segir niðurstöðuna þó engin sérstök vonbrigði - heldur eitt skref í uppbyggingu hreyfingar. „Við vorum að bjóða fram til að komast inn á þing og komast í ríkisstjórn en það tókst ekki að þessu sinni. Það tekst þá bara næst. En sósíalistaflokkurinn hefur aldrei litið á það sem upphaf og endir alls hvort við erum á þingi eða ekki. Við erum sósíalistar og við vitum að höfuð baráttan í pólitíkinni fer fram í verkalýðshreyfingunni og í almannasamtökum.“ Þá vísar hann til þess að flokkurinn eigi nú rétt á framlögum úr ríkissjóði þar sem hann náði yfir 2,5 prósenta þröskuld. „Reglurnar eru þannig að við fáum framlag frá ríkinu til þess að efla lýðræði í landinu og við sögðum það fyrir kosningar að við myndum nota það framlag til þess að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem hafa orðið undir í samfélaginu og við munum einsetja okkur í því. Þetta eru þó nokkrir peningar, um þrjátíu milljónir á ári, og við munum verja hverri einustu krónu í að efla baráttuna,“ segir Gunnar Smári. Flokkurinn var sterkastur í vígi Gunnars Smára í Reykjavík norður og náði þar 5,6 prósenta fylgi. Hann segir ekki nauðsynlegt að vera í ræðupúlti Alþingis til þess að veita aðhald. „Ég reikna með því að öflugasta stjórnarandstaðan á þessu kjörtímabili verði háð frá okkur,“ segir hann. „Núna svona eftir hádegi í dag er ég bara pínu feginn að mega bara vera í gallajakkanum að rífa kjaft í staðinn fyrir að vera inni á Alþingi alltaf með einhverja bjöllu í eyrunum,“ segir Gunnar Smári glettinn. Sósíalistaflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands var á ágætis siglingu fyrir kosningar og samkvæmt Maskínukönnunum fór fylgið hæst upp í tæp átta prósent í byrjun september. Í miðjum mánuði fór það að gefa eftir og mældist 6,2 prósent í síðustu könnun daginn fyrir kosningar. Þegar farið var að telja upp úr kössunum blasti önnur staða við og hlaut flokkurinn að lokum 4,1 prósenta fylgi á landsvísu og engan þingmann. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista segir niðurstöðuna þó engin sérstök vonbrigði - heldur eitt skref í uppbyggingu hreyfingar. „Við vorum að bjóða fram til að komast inn á þing og komast í ríkisstjórn en það tókst ekki að þessu sinni. Það tekst þá bara næst. En sósíalistaflokkurinn hefur aldrei litið á það sem upphaf og endir alls hvort við erum á þingi eða ekki. Við erum sósíalistar og við vitum að höfuð baráttan í pólitíkinni fer fram í verkalýðshreyfingunni og í almannasamtökum.“ Þá vísar hann til þess að flokkurinn eigi nú rétt á framlögum úr ríkissjóði þar sem hann náði yfir 2,5 prósenta þröskuld. „Reglurnar eru þannig að við fáum framlag frá ríkinu til þess að efla lýðræði í landinu og við sögðum það fyrir kosningar að við myndum nota það framlag til þess að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem hafa orðið undir í samfélaginu og við munum einsetja okkur í því. Þetta eru þó nokkrir peningar, um þrjátíu milljónir á ári, og við munum verja hverri einustu krónu í að efla baráttuna,“ segir Gunnar Smári. Flokkurinn var sterkastur í vígi Gunnars Smára í Reykjavík norður og náði þar 5,6 prósenta fylgi. Hann segir ekki nauðsynlegt að vera í ræðupúlti Alþingis til þess að veita aðhald. „Ég reikna með því að öflugasta stjórnarandstaðan á þessu kjörtímabili verði háð frá okkur,“ segir hann. „Núna svona eftir hádegi í dag er ég bara pínu feginn að mega bara vera í gallajakkanum að rífa kjaft í staðinn fyrir að vera inni á Alþingi alltaf með einhverja bjöllu í eyrunum,“ segir Gunnar Smári glettinn.
Sósíalistaflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent