Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. október 2021 11:36 Formenn Ríkisstjórnarinnar hittast og ræða málin eftir kosningar í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Viðræðurnar hafa verið sagðar óformlegar hingað til og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þreifingar enn standa yfir. „Við tökum síðan kannski stöðuna eftir morgundaginn eða eitthvað slíkt en höldum bara áfram að þreifa á þeim málum sem við sjáum fyrir okkur að séu viðfangsefni næstu fjögurra ára,“ er hann hélt inn á fund í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fundaði með ráðherrunum í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að til stæði að fara með honum yfir efnahagsmál. „Við vorum að fara yfir stöðu ríkisfjármála á föstudag og ætlum að halda áfram að fara yfir efnhags- og ríkisfjármál í dag.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hún sagði góðan gang í viðræðunum sem gætu tekið nokkrar vikur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þau ekki vera farin að skipta ráðuneytum á milli flokkanna. „Höfum bara svona lauslega rætt rammann fyrir það og erum að velta því fyrir okkur hvort við myndum ná meiri árangri með því að gera einhverjar breytingar í stjórnarráðinu, eins og að færa til verkefni og sameina undir einn ráðherra eðlislík mál, þannig hann nái meiri árangri í sínum störfum.“ Hvaða mál gætu það verið? „Það fer eftir því hvernig við sjáum fyrir okkur að beita kröftum okkar á komandi kjörtímabili. Við erum meðal annars að reyna auka fjölbreytni í atvinnusköpun í landinu og það getur kallað á ákveðnar áherslubreytingar.“ Ríkisstjórnarflokkarnir styrku meirihluta sinn í kosningunum en þingstyrkur þeirra er þó annar en fyrir síðasta kjörtímabil. Vinstri græn töpuðu þingsæti en Framsókn bætti við sig fimm. Sigurður Ingi vill engu svara um hvort hann geri kröfu um stól forsætisráðherra í ljósi þess. „Við erum bara að ræða hlutina holt og bolt. Það kemur í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Viðræðurnar hafa verið sagðar óformlegar hingað til og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þreifingar enn standa yfir. „Við tökum síðan kannski stöðuna eftir morgundaginn eða eitthvað slíkt en höldum bara áfram að þreifa á þeim málum sem við sjáum fyrir okkur að séu viðfangsefni næstu fjögurra ára,“ er hann hélt inn á fund í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fundaði með ráðherrunum í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að til stæði að fara með honum yfir efnahagsmál. „Við vorum að fara yfir stöðu ríkisfjármála á föstudag og ætlum að halda áfram að fara yfir efnhags- og ríkisfjármál í dag.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hún sagði góðan gang í viðræðunum sem gætu tekið nokkrar vikur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þau ekki vera farin að skipta ráðuneytum á milli flokkanna. „Höfum bara svona lauslega rætt rammann fyrir það og erum að velta því fyrir okkur hvort við myndum ná meiri árangri með því að gera einhverjar breytingar í stjórnarráðinu, eins og að færa til verkefni og sameina undir einn ráðherra eðlislík mál, þannig hann nái meiri árangri í sínum störfum.“ Hvaða mál gætu það verið? „Það fer eftir því hvernig við sjáum fyrir okkur að beita kröftum okkar á komandi kjörtímabili. Við erum meðal annars að reyna auka fjölbreytni í atvinnusköpun í landinu og það getur kallað á ákveðnar áherslubreytingar.“ Ríkisstjórnarflokkarnir styrku meirihluta sinn í kosningunum en þingstyrkur þeirra er þó annar en fyrir síðasta kjörtímabil. Vinstri græn töpuðu þingsæti en Framsókn bætti við sig fimm. Sigurður Ingi vill engu svara um hvort hann geri kröfu um stól forsætisráðherra í ljósi þess. „Við erum bara að ræða hlutina holt og bolt. Það kemur í ljós,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira