Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Jólaleikur GameTíví mun einkennast af svikum og prettum. Þá ætla strákarnir að spila Liar's Bar og aðra smáleiki. 16.12.2024 19:33
Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. 16.12.2024 16:05
Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16.12.2024 14:09
Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. 16.12.2024 13:19
Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16.12.2024 11:31
Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Innan veggja Apple er unnið að umfangsmiklum breytingum á helstu vörum fyrirtækisins. Til stendur að gefa út þynnri og ódýrari síma og tvær týpur af samanbrjótanlegum tækjum og það mögulega á næsta ári. Markmiðið er að auka sölu tækja, sem þykir hafa vaxið hægt á undanförnum árum. 16.12.2024 10:55
Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) mun í dag játa fyrir dómi að hafa logið um Joe og Hunter Biden. Ásakanir lygna uppljóstrarans Alexanders Smirnov voru einn af burðarstólpum rannsóknar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Bidens. 16.12.2024 09:46
Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13.12.2024 16:18
Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Verðlaunahátíðin Game awards fóru fram í tíunda sinn í gær. Þar voru helstu leikir þessa árs heiðraðir en einnig var hitað upp fyrir leiki næstu ára. Þó nokkrir leikir voru kynntir til sögunnar í fyrsta sinn með stiklum. 13.12.2024 14:46
Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Seinheppinn maður í Fall River í Massachusetts í Bandaríkjunum varð fyrir því óláni í vikunni að festast í skorsteini. Þangað stakk hann sér á flótta undan lögregluþjónum, sem þurftu í kjölfarið að koma honum til bjargar með hjálp slökkviliðsmanna. 13.12.2024 13:21