Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Margar hættur fyrir dýrin um jólin

Jólahátíðin og áramótin geta reynst ferfætlingum og öðrum gæludýrum erfitt. Hefðbundin rútína hverfur um tíma, mikið er um heimsóknir og mataræði breytist mjög. Matvælastofnun segir mikilvægt að tryggja gæludýrum áfram hefðbundna hreyfingu og nauðsynlega hvíld til að tryggja að þeim líði vel.

Hægri hönd Pútíns skipu­lagði dauða Prígósjíns

Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst.

Giuliani sækir um gjald­þrota­skipti

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Það gerði hann í New York í vikunni og tíundaði hann skuldir eins og mikinn lögfræðikostnað, ógreidda skatta og 148 milljónir dala, sem hann var nýlega dæmdur til að greiða mæðgum í skaðabætur.

Klúðruðu fjölda tæki­færa til að stöðva raðmorðingja

DeAngelo Martin var fyrir ári síðan fangelsaður fyrir að myrða fjórar konur og nauðga tveimur í Detroit í Bandaríkjunum. Nú lítur út fyrir að lögreglan í borginni hafi lagt litla áherslu á að handsama hann. Vísbendingar eru sagðar hafa verið hunsaðar og nauðsynleg skref við rannsókn morða voru ekki tekin yfir fimmtán ára tímabil.

Sýndi í „slow-mo“ hvernig Nintendo-byssan virkar

Gavinn Free, frá YouTube-rásinni Slow Mo Guys, tók sig til á dögunum og varpaði loks ljósi á það hvernig Nintendo Zapper, rauða byssan sem margir ættu að kannast við úr æsku, og Duck Hunt leikurinn virkar.

Ræddu sam­runa Warner og Paramount

David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. 

„Feiti Leonard“ sendur til Banda­ríkjanna

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sleppt Alex Saab, fjármálamanni Nicolas Maduro, forseta Venesúela, úr fangelsi. Í skiptum var maður sem gengur undir nafninu „Feiti Leonard“ sendur til Bandaríkjanna en er verktaki sem sakfelldur var í fyrra vegna aðildar hans að einhverju stærsta mútuhneyksli sjóhers Bandaríkjanna.

Brenndu kross og hótuðu ná­grönnum sínum

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) eru með par frá Suður-Karólínu til rannsóknar eftir að þau kveiktu í krossi á lóð þeirra í síðasta mánuði. Hinu megin við götuna býr eldra þeldökkt fólk og beindist brennan að þeim en hjónin birtu myndband af brennunni og segjast ítrekað yfir orðið fyrir hótunum frá parinu sem hefur verið handtekið.

Grínaðist með gosið og nafn Þor­valds Þórðar­sonar

„Eins og alltaf, byrjum við á stóru fréttinni frá Íslandi.“ Þetta sagði Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, í upphafi þáttar síns á CBS í gærkvöldi. Þar ræddi hann á léttum nótum um eldgosið á Reykjanesi og nafn Þorvalds Þórðarsonar.

Sjá meira