Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Myrti meðhjálpara með sveðju og særði prest

Maður vopnaður sveðju myrti meðhjálpara og særði prest alvarlega í árásum við tvær kirkjur í borginni Algeciras á Spáni í gærkvöldi. Þrír aðrir eru sagðir særðir en mögulegt er að árásirnar verði skilgreindar sem hryðjuverk en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.

Þekkti fórnarlömb sín ekki og tilefnið enn óljóst

Hinn 72 ára gamli Huu Can Tran þekkti ekkert af þeim ellefu fórnarlömbum sínum sem hann skaut til bana í Monterey Park í Kaliforníu aðfaranótt síðasta sunnudag. Tran myrti ellefu manns og særði níu þegar hann skaut á hóp eldri borgara í danssal í bænum, þar sem verið var að halda upp á nýtt tunglár.

Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi.

Tate segist ekkert hafa gert af sér

Andrew Tate segir saksóknara í Rúmeníu ekki hafa mál gegn sér í höndunum. Hann, Tristan bróðir hans, og tvær konur hafa verið handtekin og eru meðal annars sökuð um mansal og nauðgun. Rannsakendur eru að grandskoða síma þeirra og önnur tæki vegna rannsóknar lögreglunnar.

Vilj­a skipt­a Go­og­le upp vegn­a ein­ok­un­ar­stöð­u

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og átta ríki höfðuðu í gær mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, vegna einokunarstöðu fyrirtækisins á auglýsingamarkaði á netinu. Lögsóknin gæti leitt til þess að félaginu yrði skipt upp.

Bleika fjöðrin snýr aftur

Bleika fjöðrin snýr aftur í kvöld. Það er lið þeirra Óla Jóels og Tryggva í Ultimate Team í FIFA. 

Bandaríkjamenn sagðir íhuga að senda sína skriðdreka

Ráðamenn í Bandaríkjunum er sagðir líklegir til að senda Úkraínumönnum M1 Abrams skriðdreka á næstunni. Slíkar sendingar gætu verið tilkynntar strax í næstu viku en með þeim myndu Þjóðverjar einnig samþykkja að senda eigin skriðdreka og leyfa öðrum ríkjum að senda þýska skriðdreka.

Kjarni jarðarinnar sagður snúast hægar

Jarðvísindamenn hafa fundið vísbendingar um að hægt hafi á snúningi kjarna jarðarinnar. Óljóst er hvaða áhrif það getur haft á líf okkar hér á yfirborðinu en mögulegt er að hægagangurinn gæti leitt til breytinga á lengd dagsins eða breytt rafsegulsviði jarðarinnar.

Leita að öðrum manni á sama fjalli

Björgunarsveitir í Kaliforníu eru byrjaðar að leita að öðrum göngumanni sem týndist á sama fjalli og breski leikarinn Julian Sands týndist á. Sands hefur verið týndur í ellefu daga og nú er 75 ára gamall maður sem heitir Jin Chung einnig týndur. Hann sást síðast á sunnudaginn.

Sjá meira