Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Flutninga­bíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv

Að minnsta kosti 35 eru sagðir vera særðir eftir að flutningabíl var ekið inn í þvögu fólks við strætóstoppistöð í úthverfi Tel Aviv í Ísrael í morgun. Lögreglan telur að um hryðjuverk sé að ræða.

Neitaði að færa sig frá lög­reglu­bíl

Lögregluþjónar handtóku í gær mann sem stóð í vegi lögreglubíls og neitaði að færa sig. Þar að auki neitaði hann að fara af lögreglustöð þegar búið var að afla allra nauðsynlegra gagna um hann og var hann því vistaður í fangaklefa í nótt.

Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu

Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð.

Alma leiðir Sam­fylkinguna í Kraganum

Alma Möller, landlæknir, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi er í öðru sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður, í því þriðja.

Willum leiðir Fram­sókn í Suðvesturkjördæmi

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, mun leiða lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Kjördæmissamband Framsóknar í kjördæminu hefur samþykkt framboðslistann.

Sverrir Einar kærir lög­reglu­þjón fyrir rangar sakagiftir

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar og fyrrverandi eigandi skemmtistaðarins B5, hefur lagt fram kæru á hendur lögregluþjóns sem sakaði hann um að tálma störf lögregluþjóna og veist að sér með ofbeldi. Umræddur lögregluþjónn hafði áður kært Sverri en bæði héraðssaksóknari og ríkissaksóknari hafa vísað þeirri kæru frá.

Ingi­björg leiði Mið­flokkinn í Norðvesturkjördæmi

Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lagt til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista flokksins í kosningunum í næsta mánuði. Ingibjörg er 53 ára Borgfirðingur, frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Hún er stjórnmálafræðingur (BA) frá HÍ og með MA í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Kantaraborg í Bretlandi.

Fjór­tán ára undir stýri

Lögregluþjónar stoppuðu í gærkvöldi bíl við hefðbundið eftirlit, þar sem fjórtán ára barn reyndist undir stýri. Jafnaldri ökumannsins var svo farþegi í bílnum en haft var samband við foreldra þeirra og voru börnin sótt á lögreglustöð.

Sjá meira