Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2025 10:27 Bandarískir löggæslu- og hermenn tóku yfir olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela í vikunni. Til stendur að taka fleiri skip. AP/Ríkissaksóknari Bandaríkjanna Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð undirbúa að stöðva og taka yfir fleiri olíuflutningaskip sem notuð eru til að flytja olíu frá Venesúela, finnist þau á hafi úti. Fyrr í vikunni tóku Bandaríkjamenn stjórn á olíuflutningaskipi undan ströndum Venesúela og var það í fyrsta sinn sem það hefur verið gert en Bandaríkin hafa beitt Venesúela refsiaðgerðum frá 2019. Undanfarnar vikur og mánuði hefur ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, sent umtalsverðan herafla til Karíbahafsins og austanverðs Kyrrahafs. Trump hefur kallað eftir því berum orðum að Maduro verði komið frá völdum en hefur ekki viljað segja hvort hann sé tilbúinn til að beita hervaldi til að velta honum úr sessi. Sjá einnig: Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Þá hafa árásir verið gerðar á fjölda báta sem Bandaríkjamenn halda fram að hafi verið notaðir til að smygla fíkniefnum og nærri því hundrað manns eru taldir hafa fallið í þessum umdeildu árásum. Þær hafa verið kallaðar aftökur án dóms og laga. Í vikunni stöðvuðu Bandaríkjamenn svo skip frá Venesúela og tóku það yfir. Skipið, sem ber nafnið Skipper, hafði áður verið beitt refsiaðgerðum sökum þess að það hafi verið notað til að flytja olíu frá Íran, í trássi við viðskiptaþvinganir. Til stendur að sigla skipinu til hafnar í Bandaríkjunum og ætla yfirvöld þar að leggja hald á farm skipsins. Ráðamenn í Venesúela hafa sagt að um þjófnað sé að ræða. Fréttaveitan Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að þar á bæ hafi menn beðið eftir tækifæri til að stöðva olíuflutningaskip í nokkra mánuði. Þá sé búið að setja saman lista með nokkrum olíuflutningaskipum til viðbótar sem stendur til að stöðva og taka yfir, sjáist þau á ferðinni. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í gær að beita ætti sex fyrirtæki sem hafa komið að því að flytja olíu frá Venesúela refsiaðgerðum. Verður því hægt að leggja hald á skip þessara fyrirtækja. Heimildarmenn Reuters segja að umrædd skip séu notuð til að flytja olíu frá Venesúela og Íran til Kína. Bandaríkjamenn segja að fleiri skip hafi verið tilbúin til sambærilegra ferða frá Venesúela en hætt hafi verið við þær ferðir í bili. Bandaríkin Venesúela Donald Trump Tengdar fréttir Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló María Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels, birtist á svölum Nóbels-svítunnar á Grand Hotel í Osló í nótt, aðeins klukkustundum eftir að dóttir hennar tók á móti verðlaununum fyrir hennar hönd. 11. desember 2025 07:01 Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Afhending Nóbelsverðlaunanna 2025 fer fram við hátíðlega athöfn í dag, 10. desember á dánardegi Alfreds Nobels sem verðlaunin eru kennd við. Maria Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár, verður hins vegar ekki viðstödd athöfnina til að veita verðlaununum viðtöku. Machado, sem er stjórnarandstæðingur frá Venesúela, hefur sætt líflátshótunum af hálfu valdhafa í heimalandinu og hafði ekki færi á að ferðast til Osló í tæka tíð. 10. desember 2025 10:23 Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, ýjaði að því á ráðstefnu í Katar í dag að faðir hans gæti hætt stuðningi við Úkraínu. Hann hélt langan reiðilestur yfir stjórnvöldum í Kænugarði og viðleitni þeirra til að halda áfram að verja sig. 7. desember 2025 19:54 Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stillt Nicolás Maduro, forseta Venesúela, upp við vegg í samtali á dögunum og krafist þess að hann segði af sér. 2. desember 2025 06:46 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hefur ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, sent umtalsverðan herafla til Karíbahafsins og austanverðs Kyrrahafs. Trump hefur kallað eftir því berum orðum að Maduro verði komið frá völdum en hefur ekki viljað segja hvort hann sé tilbúinn til að beita hervaldi til að velta honum úr sessi. Sjá einnig: Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Þá hafa árásir verið gerðar á fjölda báta sem Bandaríkjamenn halda fram að hafi verið notaðir til að smygla fíkniefnum og nærri því hundrað manns eru taldir hafa fallið í þessum umdeildu árásum. Þær hafa verið kallaðar aftökur án dóms og laga. Í vikunni stöðvuðu Bandaríkjamenn svo skip frá Venesúela og tóku það yfir. Skipið, sem ber nafnið Skipper, hafði áður verið beitt refsiaðgerðum sökum þess að það hafi verið notað til að flytja olíu frá Íran, í trássi við viðskiptaþvinganir. Til stendur að sigla skipinu til hafnar í Bandaríkjunum og ætla yfirvöld þar að leggja hald á farm skipsins. Ráðamenn í Venesúela hafa sagt að um þjófnað sé að ræða. Fréttaveitan Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að þar á bæ hafi menn beðið eftir tækifæri til að stöðva olíuflutningaskip í nokkra mánuði. Þá sé búið að setja saman lista með nokkrum olíuflutningaskipum til viðbótar sem stendur til að stöðva og taka yfir, sjáist þau á ferðinni. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í gær að beita ætti sex fyrirtæki sem hafa komið að því að flytja olíu frá Venesúela refsiaðgerðum. Verður því hægt að leggja hald á skip þessara fyrirtækja. Heimildarmenn Reuters segja að umrædd skip séu notuð til að flytja olíu frá Venesúela og Íran til Kína. Bandaríkjamenn segja að fleiri skip hafi verið tilbúin til sambærilegra ferða frá Venesúela en hætt hafi verið við þær ferðir í bili.
Bandaríkin Venesúela Donald Trump Tengdar fréttir Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló María Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels, birtist á svölum Nóbels-svítunnar á Grand Hotel í Osló í nótt, aðeins klukkustundum eftir að dóttir hennar tók á móti verðlaununum fyrir hennar hönd. 11. desember 2025 07:01 Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Afhending Nóbelsverðlaunanna 2025 fer fram við hátíðlega athöfn í dag, 10. desember á dánardegi Alfreds Nobels sem verðlaunin eru kennd við. Maria Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár, verður hins vegar ekki viðstödd athöfnina til að veita verðlaununum viðtöku. Machado, sem er stjórnarandstæðingur frá Venesúela, hefur sætt líflátshótunum af hálfu valdhafa í heimalandinu og hafði ekki færi á að ferðast til Osló í tæka tíð. 10. desember 2025 10:23 Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, ýjaði að því á ráðstefnu í Katar í dag að faðir hans gæti hætt stuðningi við Úkraínu. Hann hélt langan reiðilestur yfir stjórnvöldum í Kænugarði og viðleitni þeirra til að halda áfram að verja sig. 7. desember 2025 19:54 Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stillt Nicolás Maduro, forseta Venesúela, upp við vegg í samtali á dögunum og krafist þess að hann segði af sér. 2. desember 2025 06:46 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló María Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels, birtist á svölum Nóbels-svítunnar á Grand Hotel í Osló í nótt, aðeins klukkustundum eftir að dóttir hennar tók á móti verðlaununum fyrir hennar hönd. 11. desember 2025 07:01
Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Afhending Nóbelsverðlaunanna 2025 fer fram við hátíðlega athöfn í dag, 10. desember á dánardegi Alfreds Nobels sem verðlaunin eru kennd við. Maria Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár, verður hins vegar ekki viðstödd athöfnina til að veita verðlaununum viðtöku. Machado, sem er stjórnarandstæðingur frá Venesúela, hefur sætt líflátshótunum af hálfu valdhafa í heimalandinu og hafði ekki færi á að ferðast til Osló í tæka tíð. 10. desember 2025 10:23
Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, ýjaði að því á ráðstefnu í Katar í dag að faðir hans gæti hætt stuðningi við Úkraínu. Hann hélt langan reiðilestur yfir stjórnvöldum í Kænugarði og viðleitni þeirra til að halda áfram að verja sig. 7. desember 2025 19:54
Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stillt Nicolás Maduro, forseta Venesúela, upp við vegg í samtali á dögunum og krafist þess að hann segði af sér. 2. desember 2025 06:46
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent