Þyngdu nauðgunardóm yfir Finni Landsréttur hefur með dómi sínum í dag þyngt fangelsisdóm yfir Finni Þ. Gunnþórssyni um sex mánuði fyrir að hafa nauðgað konu í nóvember 2019. Héraðsdómur hafði dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi og taldi að seinagangur hjá lögreglu við skýrslutökur hafi ekki spillt vörn hans. 23.6.2023 16:26
„Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23.6.2023 14:30
Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23.6.2023 13:26
Svandís sat fyrir svörum á nefndarfundi Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. 23.6.2023 09:30
Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 22.6.2023 14:45
Ferðamenn eyða langmestu í gistingu Af kortaveltu erlendra ferðamanna sést að gistiþjónusta er sá útgjaldaliður sem jókst langmest það sem af er ári. Ferðamenn eyða sem stendur langmestu í gistingu en verslun kemur næst þar á eftir. 22.6.2023 14:37
Fann stolinn bílinn í gegnum AirPods Bíl kvikmyndaframleiðandans Eiðs Birgissonar var stolið fyrr í vikunni. Hann fannst tveimur dögum síðar, þökk sé staðsetningatækni Apple, steinsnar frá bílasölunni. 22.6.2023 14:18
Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. 22.6.2023 12:51
Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22.6.2023 09:46
Minnst sextán slasaðir eftir sprengingu í miðborg Parísar Að minnsta kosti sextán manns eru slasaðir eftir að gassprenging varð í miðborg Parísar, skammt frá Notre-Dame kirkjunni. Fjórir eru í lífshættulega slasaðir. 21.6.2023 16:45