„Hvalir fylla enga sali“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. júní 2023 14:30 Atvinnuveganefnd Alþingis kom saman í dag þar sem Svandís Svavarsdóttir svaraði fyrir ákvörðun sína um að fresta upphafi hvalveiðitímabilsins. vísir/vilhelm „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á fundi atvinnuveganefndar Alþingis. Mikið hefur mætt á henni undanfarið vegna ákvörðunar um að fresta upphafi hvalveiðitímabils til 31. ágúst. Með því setti Svandís hvalveiðar í uppnám í sumar og hefur það vakið reiði meðal þeirra sem eiga í hlut. Í gær mætti hún einnig á mikinn hitafund, sem haldinn var af Verkalýðsfélagi Akraness. Baulað var og hlegið að svörum hennar á fundinum og vísaði hún væntanlega til þess í tilvitnuðum orðum að ofan. Sjá einnig: „Mér fannst þetta góður fundur“ Sérfræðingar frá matvælaráðuneytinu mættu einnig á fund nefndarinnar ásamt Svandísi sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Fundurinn hófst á því að Svandís sýndi brot úr eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar af tveggja klukkustunda löngu dauðastríði langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Inga Sæland komst við og gekk út af fundinum. Segir gætt að meðalhófi Eitt af því sem Svandís hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir er að taka ákvörðun degi áður en veiðar áttu að hefjast. Því hefur einnig verið haldið fram að hún hafi ekki gætt að meðalhófi með ákvörðun sinni og svaraði hún þeim ásökunum á fundinum. „Að fresta upphafi veiðitímabils var vægasta úrræðið til að tryggja að hvalveiðar séu í samræmi við lög. Þannig var við ákvörðunina byggt á sjónarmiðum um meðalhóf,“ sagði Svandís þegar hún svaraði Stefáni Vagni formanni nefndarinnar. Stefán Vagn spurði einnig út í nýjan rafknúinn veiðibúnað sem Hvalur hf. fjárfesti nýlega í og hvort sá búnaður geti breytt afstöðu ráðherra. Svandís ásamt Ásu Þórhildi Þórðardóttur og Kára Gautasyni frá matvælaráðuneytinu.vísir/vilhelm „Niðurstaða fagráðsins er að þessar tillögur væru ekki raunhæfar enda liggja ekki fyrir rannsóknir sem sýna að þær geti samræmst lögum um dýravelferð. Það er veruleikinn,“ svaraði Svandís. „Vinnan framundan er að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra,“ sagði Svandís jafnframt og ítrekaði að ekki sé um að ræða afturköllun veiðileyfis heldur frestun á upphafi veiða. Enginn vafi um lagagrundvöll Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins setti spurningamerki við að lög um hvalveiðar veiti ráðherra nægilega skýra heimild til að setja reglugerð sem fresti veiðunum með þessum hætti. Vísaði hún til fordæmis Hæstaréttar um of víðtækt framsal til ráðherra, þegar stjórnarskrárvarinn réttur, líkt og atvinnufrelsi, er undir. Fannst henni „skrýtið að ráðuneytið hafi ekki kannað hvort of langt sé seilst við ákvörðunina,“ og spurði því hvort til greina komi, við nánari skoðun á næstu dögum, að taka snúning á lagalegum grundvelli innan ráðuneytis. Svandís segir það mat hennar að reglugerðin sé á traustum lagagrundvelli og heimilt sé að takmarka veiðar við ákveðinn tíma. Enginn vafi leiki því á lagastoð ákvörðunarinnar og ekkert annað standi til en að vinna nánari skoðun í sumar, hratt og vel. Þórarinn Ingi Pétursson, Teitur Björn Einarsson, Oddný G: Harðardóttir, Hildur Sverrisdóttir og Inga Sæland, sem öll sitja í atvinnuveganefnd.vísir/vilhelm Ekki klappstýrur fyrir atvinnurekendur Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar er sammála ákvörðun ráðherra en ósátt með stjórnsýsluna. Hanna segir Hval hf. eiga stóran þátt í því að ákvörðunin var tekin og það seint. Taka hafi átt ákvörðun mun fyrr í ljósi fyrri skýrslna Mast og skýrslu heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sem fjallar um mengun af völdum Hvals hf. „Stjórnvöld eiga ekki að vera klappstýrur fyrir atvinnurekendur sem eru uppvísir að vanrækslu,“ sagði hún. Hanna Katrín Friðriksson.vísir/vilhelm Svandís sagðist sammála Hönnu en hafði ekki kynnt sér álitið í hörgul. „Gætt að lögmæti á hverjum degi“ Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Svandísi hafa komið fyrir nefndina fyrr á árinu og talið að hún gæti ekki gripið til aðgerða. Hann spurði því hvað hafi komið til að hún breytti afstöðu sinni og nefndi ólíkar niðurstöður Mast og fagráðsins. Mast hafi talið að ekki væri hægt að stunda veiðarnar á annan hátt. „Hver eru hin mörgu ófrávíkjanlegu skilyrði sem þarf að uppfylla við hvalveiðar?“ spurði hann. Teitur Björn Einarsson.vísir/vilhelm Þá spurði hann út í rannsóknarskyldu ráðherra. „Fór ráðherra í sjálfstætt mat á lögmæti hvalveiða eða byggir hún aðeins á áliti fagráðsins?“ Svandís sagði að breytt afstaða skýrist af afdráttarlausri niðurstöðu fagráðsins. Varðandi skilyrði sem Hvalur þarf að uppfylla vísaði hún til laga um velferð dýra þar sem fram kemur að forðast verði óþarfa sársauka dýra við veiðar. Meðal annars vísaði hún til þess að samkvæmt lögunum sé óheimilt sé að veiða hvali sem kýr fylgja. Varðandi rannsóknir og sjálfstætt mat segir Svandís að daglegt verkefni ráðuneytisins sé að gæta að lögmæti. Það sé gert á hverjum degi. Framkvæmdavald geti aðhafst eftir því sem það getur, í umboði þingsins. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Svandís sat fyrir svörum á nefndarfundi Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. 23. júní 2023 09:30 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á fundi atvinnuveganefndar Alþingis. Mikið hefur mætt á henni undanfarið vegna ákvörðunar um að fresta upphafi hvalveiðitímabils til 31. ágúst. Með því setti Svandís hvalveiðar í uppnám í sumar og hefur það vakið reiði meðal þeirra sem eiga í hlut. Í gær mætti hún einnig á mikinn hitafund, sem haldinn var af Verkalýðsfélagi Akraness. Baulað var og hlegið að svörum hennar á fundinum og vísaði hún væntanlega til þess í tilvitnuðum orðum að ofan. Sjá einnig: „Mér fannst þetta góður fundur“ Sérfræðingar frá matvælaráðuneytinu mættu einnig á fund nefndarinnar ásamt Svandísi sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Fundurinn hófst á því að Svandís sýndi brot úr eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar af tveggja klukkustunda löngu dauðastríði langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Inga Sæland komst við og gekk út af fundinum. Segir gætt að meðalhófi Eitt af því sem Svandís hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir er að taka ákvörðun degi áður en veiðar áttu að hefjast. Því hefur einnig verið haldið fram að hún hafi ekki gætt að meðalhófi með ákvörðun sinni og svaraði hún þeim ásökunum á fundinum. „Að fresta upphafi veiðitímabils var vægasta úrræðið til að tryggja að hvalveiðar séu í samræmi við lög. Þannig var við ákvörðunina byggt á sjónarmiðum um meðalhóf,“ sagði Svandís þegar hún svaraði Stefáni Vagni formanni nefndarinnar. Stefán Vagn spurði einnig út í nýjan rafknúinn veiðibúnað sem Hvalur hf. fjárfesti nýlega í og hvort sá búnaður geti breytt afstöðu ráðherra. Svandís ásamt Ásu Þórhildi Þórðardóttur og Kára Gautasyni frá matvælaráðuneytinu.vísir/vilhelm „Niðurstaða fagráðsins er að þessar tillögur væru ekki raunhæfar enda liggja ekki fyrir rannsóknir sem sýna að þær geti samræmst lögum um dýravelferð. Það er veruleikinn,“ svaraði Svandís. „Vinnan framundan er að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra,“ sagði Svandís jafnframt og ítrekaði að ekki sé um að ræða afturköllun veiðileyfis heldur frestun á upphafi veiða. Enginn vafi um lagagrundvöll Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins setti spurningamerki við að lög um hvalveiðar veiti ráðherra nægilega skýra heimild til að setja reglugerð sem fresti veiðunum með þessum hætti. Vísaði hún til fordæmis Hæstaréttar um of víðtækt framsal til ráðherra, þegar stjórnarskrárvarinn réttur, líkt og atvinnufrelsi, er undir. Fannst henni „skrýtið að ráðuneytið hafi ekki kannað hvort of langt sé seilst við ákvörðunina,“ og spurði því hvort til greina komi, við nánari skoðun á næstu dögum, að taka snúning á lagalegum grundvelli innan ráðuneytis. Svandís segir það mat hennar að reglugerðin sé á traustum lagagrundvelli og heimilt sé að takmarka veiðar við ákveðinn tíma. Enginn vafi leiki því á lagastoð ákvörðunarinnar og ekkert annað standi til en að vinna nánari skoðun í sumar, hratt og vel. Þórarinn Ingi Pétursson, Teitur Björn Einarsson, Oddný G: Harðardóttir, Hildur Sverrisdóttir og Inga Sæland, sem öll sitja í atvinnuveganefnd.vísir/vilhelm Ekki klappstýrur fyrir atvinnurekendur Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar er sammála ákvörðun ráðherra en ósátt með stjórnsýsluna. Hanna segir Hval hf. eiga stóran þátt í því að ákvörðunin var tekin og það seint. Taka hafi átt ákvörðun mun fyrr í ljósi fyrri skýrslna Mast og skýrslu heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sem fjallar um mengun af völdum Hvals hf. „Stjórnvöld eiga ekki að vera klappstýrur fyrir atvinnurekendur sem eru uppvísir að vanrækslu,“ sagði hún. Hanna Katrín Friðriksson.vísir/vilhelm Svandís sagðist sammála Hönnu en hafði ekki kynnt sér álitið í hörgul. „Gætt að lögmæti á hverjum degi“ Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Svandísi hafa komið fyrir nefndina fyrr á árinu og talið að hún gæti ekki gripið til aðgerða. Hann spurði því hvað hafi komið til að hún breytti afstöðu sinni og nefndi ólíkar niðurstöður Mast og fagráðsins. Mast hafi talið að ekki væri hægt að stunda veiðarnar á annan hátt. „Hver eru hin mörgu ófrávíkjanlegu skilyrði sem þarf að uppfylla við hvalveiðar?“ spurði hann. Teitur Björn Einarsson.vísir/vilhelm Þá spurði hann út í rannsóknarskyldu ráðherra. „Fór ráðherra í sjálfstætt mat á lögmæti hvalveiða eða byggir hún aðeins á áliti fagráðsins?“ Svandís sagði að breytt afstaða skýrist af afdráttarlausri niðurstöðu fagráðsins. Varðandi skilyrði sem Hvalur þarf að uppfylla vísaði hún til laga um velferð dýra þar sem fram kemur að forðast verði óþarfa sársauka dýra við veiðar. Meðal annars vísaði hún til þess að samkvæmt lögunum sé óheimilt sé að veiða hvali sem kýr fylgja. Varðandi rannsóknir og sjálfstætt mat segir Svandís að daglegt verkefni ráðuneytisins sé að gæta að lögmæti. Það sé gert á hverjum degi. Framkvæmdavald geti aðhafst eftir því sem það getur, í umboði þingsins.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Svandís sat fyrir svörum á nefndarfundi Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. 23. júní 2023 09:30 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Svandís sat fyrir svörum á nefndarfundi Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. 23. júní 2023 09:30
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41
Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum