Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir félagsmenn orðna langþreytta eftir samningum. Það sé mikið undir á næsta fundi sáttasemjara, sem hann telur að verði í vikunni, því ef ekkert markvert verður lagt fram þá sé ekki hægt að útiloka aðgerðir. Aðgerðir séu ekki markmið í sjálfu sér - markmiðið sé að ná samningum. 11.11.2025 14:35
Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði. 11.11.2025 14:23
Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Í dag eru tvö ár liðin frá því að rýma þurfti heilt bæjarfélag með hraði vegna kraftmikilla jarðskjálfta en í hönd fór atburðarás sem hafði í för með sér 9 eldgos og gríðarlega óvissu fyrir samfélagið í Grindavík. Bæjarstjórinn segir þetta tilfinningaríkan dag í huga bæjarbúa. 10.11.2025 12:55
Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Óbreytt klukka er stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu að sögn Erlu Björnsdóttur sálfræðings og sérfræðings um svefn. Hún eygir von um að stjórnvöld taki ákvörðun um að samræma klukkuna gangi sólar í ljósi þess að slík leiðrétting sé nú komin á dagskrá grænlenska þingsins, Inatsisartut. 7.11.2025 19:21
„Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Kennari við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands segist ekki skilja á hvaða vegferð dómsmálaráðherra sé með breytingar hennar á fyrirkomulagi námsleyfum. Hún setji alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks og gera það tortryggilegt. Betur færi á því að taka því fagnandi að fólk utan úr heimi vilji læra íslensku. 7.11.2025 13:29
„Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Gullöld íslenskrar tungu er runnin upp að mati kennara við Háskóla Íslands sem vísar til þess að á áttunda hundrað læra nú íslensku sem annað mál við skólann. Margrét Helga fréttamaður hitti þrjá nemendur á öðru ári sem tala reiprennandi íslensku, elska orðin jökulhlaup og landkynning og tárast yfir textum Unu Torfa. 7.11.2025 07:00
Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra. 5.11.2025 22:43
Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Barnalæknir hefur á síðasta áratug greint tíu börn á aldrinum 18-27 mánaða með beinkröm, sjúkdóm sem Ísland hafði á sínum tíma náð að útrýma. Hún segir íslensk börn almennt fá allt of lítið af D-vítamíni. Fáar sólarstundir hér á landi bæti síðan gráu ofan á svart. 5.11.2025 20:06
Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Margrét Kristín Blöndal, baráttu- og tónlistakona, og fólkið sem var um borð með henni í Frelsisflotanum máttu þola ómannúðlega meðferð í ísraelsku fangelsi. Hún lýsir því hvernig hermenn hafi bundið fyrir augun á fólkinu, það neytt til þess að krjúpa með hendur teygðar fram tímunum saman og að fólki hafi ekki verið hleypt á salerni til gera þarfir sínar. Þá hafi hita- og kuldablæstri í klefum verið beitt til að brjóta fólkið niður. 13.10.2025 18:15
Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Tilviljunin ein réði því að Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, væri stödd á Íslandi þegar heimsögulegar fréttir um vopnahlé á Gasa berast. Fréttastofa fékk að fylgja Dr. Varsen eftir á nokkrum stöðum í dag 9.10.2025 19:39