Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ofsótti lesbískt par í marga mánuði og hótaði þeim lífláti

Kona var í dag dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Konan sat um, hrellti og niðurlægði konurnar ítrekað í rúmlega fjóra mánuði vegna kynhneiðgar þeirra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar í kvöld fjöllum við um 1,2 milljarða króna sekt sem Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða vegna brota á reglum við framkvæmd á útboði á hlut ríkisins í bankanum á síðasta ári. Bankastjórinn íhugar ekki stöðu sína en vildi ekki tjá sig við fréttastofu um hvort starfsfólki hefði verið sagt upp vegna málsins.

Undra­vert hve lík ör­lög Titan og Titanic séu

James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann.

„Mér fannst þetta góður fundur“

Svandís Svavarsdóttir hefur ekki áhyggjur af ríkisstjórnarsamstarfinu þrátt fyrir hörð orð úr átt Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á hitafundi um hvalveiðar í kvöld. Ákvörðun hennar um frestun hvalveiða hafi verið fagleg og vel undirbyggð þó tímasetningin hafi verið óheppileg.

Starfsbrautir í MR og Kvennó og öllum boðin skólavist í dag

Stjórnarráðið tilkynnti í dag að Menntaskólinn í Reykjavík auk Kvennaskólans komi til með að bjóða upp á nám á starfsbraut næsta haust. Í tilkynningu segir að allir umsækjendur um nám á starfsbraut muni fá boð um skólavist í dag. 

Farþegar kafbátsins látnir

OceanGate, fyrirtækið sem stóð fyrir leiðangri kafbátsins Titan, hefur greint frá því að farþegar kafbátsins séu látnir. Talið er að kafbáturinn hafi sprungið eða fallið saman undan þrýstingi vegna galla.

Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hval­veiði­bann á Akra­nesi

Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum.

Sjá meira