Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2025 12:45 Gunnlaugur hefur lent reglulega í því að hliðarspegillinn hans blakar við Sportbæ á Selfossi. Teslu-eigandi hefur ítrekað lent í því að Teslan hans blakar öðrum hliðarspeglinum á nákvæmlega sama staðnum á Austurveginum á Selfossi. Aðrir Telsu-eigendur hafa lent í svipuðu á hinum ýmsu stöðum. En er þetta hönnunargalli, bilun eða stillingaratriði? Gunnlaugur Sigurjónsson, Teslu-eigandi, birti á mánudaginn færslu í Facebook-hópnum Tesla-eigendur og áhugafólk þar sem hann vildi athuga hvort fleiri glímdu við sama vandamál og hann: „Tesla Model 3-bíllinn hjá mér setur alltaf einn hliðarspegilinn inn og svo aftur til baka á nákvæmlega sama punktinum á einni götu á Selfossi hvergi annars staðar so far.. fyrri eigandinn talaði um þetta líka og ég varð bara að athuga þetta, er einhver sem kannast við þetta? Finnst þetta frekar furðulegt.“ Viðbrögðin stóðu ekki á sér í hópnum, fjöldi Teslu-eigenda hafði greinilega lent í sambærilegum atvikum. Bílastæði Costco, Reynir bakari og sami blettur á Selfossi Einn eigandinn sagðist lenda í þessu sama „á ákveðnum stað á bílastæði Costco,“ annar lendir alltaf í þessu í Dugguvoginum, sá þriðji „alltaf hjá Reyni bakara á Dalveginum“ og sá fjórði „á ljósunum á gatnamótunum Suðurlandsbraut-Grensás við Laugardalinn.“ Skrítnast var þó að Guðný Þorsteinsdóttir hafði ekki bara lent í því að hliðarspeglarnir hennar vinkuðu, heldur vinkuðu þeir á sama stað og bíll Gunnlaugs á Selfossi. Myndaröð af hliðarspeglinum lokast milli Studio Sports og Sportbæs á Austurveginum. „En fyndið, ég átti 2020 Teslu og þetta gerðist aðeins á þessum eina stað á Selfossi. Fór síðustu helgi á sama stað á nýrri Teslu og þá gerðist ekkert,“ skrifaði Guðný við færsluna. Málið reyndist eiga rökrétta skýringu. „hahaha ég er sá sem var að kaupa þína gömlu,“ svaraði Gunnlaugur. Rakaskemmd eða stillingaratriði Þá voru nokkrir sem höfðu skýringar á málinu, þó ólíkar væru. „Þetta tengist raka í tengjum inni í hurðinni. Búið að skipta um báða speglana hjá mér,“ skrifaði Böðvar Eggertsson í ummælum. Gunnlaugur gaf lítið fyrir þá skýringu í ljósi þess að speglarnir vinka bara á einum og sama punktinum. Lúgan á KFC, eftirlætisstaður margra.Já.is Svala Rut var með aðra lógískari skýringu: „Lenti í þessu í Skeifunni um daginn, þá var kallinn búinn að stilla speglana þannig að þeir fara inn á við hjá kfc í Skeifunni, svo hann gæti pantað sér mat og farið nálægt lúgunni án þess að reka spegilinn í.“ Einar Hreiðarsson tók undir þá greiningu: „Ég fann út úr þessu hjá mér, þið hafið verið að fikta í speglunum og vistað staðsetninguna óvart, þá gerir hann þetta alltaf á sama stað. Það þarf að fara á sama stað og aftengja vistunina.“ Dularfulla vinkið enn óleyst Þáttastjórnendur Bítisins slógu á þráðinn til Gunnlaugs til að komast að því hvort hann hefði komist til botns í vinkinu. Þetta er hið dularfyllsta mál, er hún farin að vinka Teslan þín á akkúrat einum sama stað á Selfossi? „Já, bara á nákvæmlega sama punktinum alltaf,“ segir Gunnlaugur. Býrðu á Selfossi? „Nei, ég bý í Reykjavík. Og nei, ég var ekki að fara spes ferð á Selfoss til að athuga þetta. Svo mundi ég eftir því að konan sem ég keypti bílinn af talaði um þetta,“ segir hann. Bíddu, þegar hún seldi þér bílinn sagði hún að hann ætti til að vinka? „Við vorum að ganga frá eigendaskiptunum og þá sagði hún: ,Ég gleymdi að segja þér, hann vinkar hérna á einni götu á Selfossi.' Og ég bara: ,Ha! Ókei',“ segir Gunnlaugur. Hvað veldur? Ertu búinn að komast að því? „Samkvæmt kommentakerfinu getur þetta verið stillingaratriði sem einhver fyrri eigandi hefur stillt í,“ segir Gunnlaugur. Hins vegar er hann ekki enn búinn að komast að því hvort það eigi við um hans eigin bíl. Væntanlega þarf hann að gera sér aðra ferð á Selfoss til að komast að því. Tesla Árborg Bílar Grín og gaman Bítið Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Sjá meira
Gunnlaugur Sigurjónsson, Teslu-eigandi, birti á mánudaginn færslu í Facebook-hópnum Tesla-eigendur og áhugafólk þar sem hann vildi athuga hvort fleiri glímdu við sama vandamál og hann: „Tesla Model 3-bíllinn hjá mér setur alltaf einn hliðarspegilinn inn og svo aftur til baka á nákvæmlega sama punktinum á einni götu á Selfossi hvergi annars staðar so far.. fyrri eigandinn talaði um þetta líka og ég varð bara að athuga þetta, er einhver sem kannast við þetta? Finnst þetta frekar furðulegt.“ Viðbrögðin stóðu ekki á sér í hópnum, fjöldi Teslu-eigenda hafði greinilega lent í sambærilegum atvikum. Bílastæði Costco, Reynir bakari og sami blettur á Selfossi Einn eigandinn sagðist lenda í þessu sama „á ákveðnum stað á bílastæði Costco,“ annar lendir alltaf í þessu í Dugguvoginum, sá þriðji „alltaf hjá Reyni bakara á Dalveginum“ og sá fjórði „á ljósunum á gatnamótunum Suðurlandsbraut-Grensás við Laugardalinn.“ Skrítnast var þó að Guðný Þorsteinsdóttir hafði ekki bara lent í því að hliðarspeglarnir hennar vinkuðu, heldur vinkuðu þeir á sama stað og bíll Gunnlaugs á Selfossi. Myndaröð af hliðarspeglinum lokast milli Studio Sports og Sportbæs á Austurveginum. „En fyndið, ég átti 2020 Teslu og þetta gerðist aðeins á þessum eina stað á Selfossi. Fór síðustu helgi á sama stað á nýrri Teslu og þá gerðist ekkert,“ skrifaði Guðný við færsluna. Málið reyndist eiga rökrétta skýringu. „hahaha ég er sá sem var að kaupa þína gömlu,“ svaraði Gunnlaugur. Rakaskemmd eða stillingaratriði Þá voru nokkrir sem höfðu skýringar á málinu, þó ólíkar væru. „Þetta tengist raka í tengjum inni í hurðinni. Búið að skipta um báða speglana hjá mér,“ skrifaði Böðvar Eggertsson í ummælum. Gunnlaugur gaf lítið fyrir þá skýringu í ljósi þess að speglarnir vinka bara á einum og sama punktinum. Lúgan á KFC, eftirlætisstaður margra.Já.is Svala Rut var með aðra lógískari skýringu: „Lenti í þessu í Skeifunni um daginn, þá var kallinn búinn að stilla speglana þannig að þeir fara inn á við hjá kfc í Skeifunni, svo hann gæti pantað sér mat og farið nálægt lúgunni án þess að reka spegilinn í.“ Einar Hreiðarsson tók undir þá greiningu: „Ég fann út úr þessu hjá mér, þið hafið verið að fikta í speglunum og vistað staðsetninguna óvart, þá gerir hann þetta alltaf á sama stað. Það þarf að fara á sama stað og aftengja vistunina.“ Dularfulla vinkið enn óleyst Þáttastjórnendur Bítisins slógu á þráðinn til Gunnlaugs til að komast að því hvort hann hefði komist til botns í vinkinu. Þetta er hið dularfyllsta mál, er hún farin að vinka Teslan þín á akkúrat einum sama stað á Selfossi? „Já, bara á nákvæmlega sama punktinum alltaf,“ segir Gunnlaugur. Býrðu á Selfossi? „Nei, ég bý í Reykjavík. Og nei, ég var ekki að fara spes ferð á Selfoss til að athuga þetta. Svo mundi ég eftir því að konan sem ég keypti bílinn af talaði um þetta,“ segir hann. Bíddu, þegar hún seldi þér bílinn sagði hún að hann ætti til að vinka? „Við vorum að ganga frá eigendaskiptunum og þá sagði hún: ,Ég gleymdi að segja þér, hann vinkar hérna á einni götu á Selfossi.' Og ég bara: ,Ha! Ókei',“ segir Gunnlaugur. Hvað veldur? Ertu búinn að komast að því? „Samkvæmt kommentakerfinu getur þetta verið stillingaratriði sem einhver fyrri eigandi hefur stillt í,“ segir Gunnlaugur. Hins vegar er hann ekki enn búinn að komast að því hvort það eigi við um hans eigin bíl. Væntanlega þarf hann að gera sér aðra ferð á Selfoss til að komast að því.
Tesla Árborg Bílar Grín og gaman Bítið Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Sjá meira