Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 21. júlí 2025 08:38 Réttarefnafræðingurinn Adam Erik Bauer segir rannsóknarstofu Háskóla Íslands greina mikla aukningu í ketamínneyslu í fráveitu. Vísir/Vilhelm Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruðfalt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Undanfarin fjögur ár hefur lögregla lagt hald á sífellt meira magn af fíkniefninu ketamíni. Árið 2022 voru það þrjú grömm en það var fyrsta árið sem lögregla lagði hald á efnið. Árið 2023 var lagt hald á rúm 4,8 kíló og tæp 5,4 kíló í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur lögregla lagt hald á rúmt eitt kíló af efninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur götuvirði efnisins lækkað mjög á síðustu tveimur árum, sem gefur til kynna að neysla þess hafi aukist. Árið 2023 seldist eitt gramm af ketamíni á um þrjátíu þúsund krónur en það fæst nú fyrir um átján þúsund. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur einnig mælt aukningu á efninu. „Við höfum verið að skoða fráveituna og erum að mæla þá viku og viku í senn í hverjum mánuði. Það sem við erum að sjá síðustu misseri er að ketamín er að aukast í fráveitu,“ segir Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur. Deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi orðið vart við aukna neyslu á ketamíni. Fólk neyti efnisins oft með öðrum efnum en upp hafi komið tilfelli hjá meðferðarúrræðinu þar sem fólk glímir fyrst og fremst við ketamínfíkn. Algengast er að fólk neyti ketamíns með kókaíni eða með ópíóðum. Lyfið er deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi. Lyfið er notað í læknisfræðilegum tilgangi, sérstaklega í bráðalækningum en hefur verið notað við meðhöndlun á geðsjúkdómum erlendis. Lyfið er nokkuð vinsælt til notkunar í andlegum tilgangi vegna ofskynjunaráhrifa. Ofneysla efnisins getur valdið líffæraskemmdum, sér í lagi á lifrinni og nýrum. „Það sem er líka áhugavert er að við erum með greiningartæki til þess að greina á milli: Er þetta lyfjaketamín, sem er að koma frá sjúkrahúsunum, eða er þetta götuketamín? Og við erum að sjá að þetta er götuketamín í aukningunni,“ segir Adam Erik Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hefur lögregla lagt hald á sífellt meira magn af fíkniefninu ketamíni. Árið 2022 voru það þrjú grömm en það var fyrsta árið sem lögregla lagði hald á efnið. Árið 2023 var lagt hald á rúm 4,8 kíló og tæp 5,4 kíló í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur lögregla lagt hald á rúmt eitt kíló af efninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur götuvirði efnisins lækkað mjög á síðustu tveimur árum, sem gefur til kynna að neysla þess hafi aukist. Árið 2023 seldist eitt gramm af ketamíni á um þrjátíu þúsund krónur en það fæst nú fyrir um átján þúsund. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur einnig mælt aukningu á efninu. „Við höfum verið að skoða fráveituna og erum að mæla þá viku og viku í senn í hverjum mánuði. Það sem við erum að sjá síðustu misseri er að ketamín er að aukast í fráveitu,“ segir Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur. Deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi orðið vart við aukna neyslu á ketamíni. Fólk neyti efnisins oft með öðrum efnum en upp hafi komið tilfelli hjá meðferðarúrræðinu þar sem fólk glímir fyrst og fremst við ketamínfíkn. Algengast er að fólk neyti ketamíns með kókaíni eða með ópíóðum. Lyfið er deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi. Lyfið er notað í læknisfræðilegum tilgangi, sérstaklega í bráðalækningum en hefur verið notað við meðhöndlun á geðsjúkdómum erlendis. Lyfið er nokkuð vinsælt til notkunar í andlegum tilgangi vegna ofskynjunaráhrifa. Ofneysla efnisins getur valdið líffæraskemmdum, sér í lagi á lifrinni og nýrum. „Það sem er líka áhugavert er að við erum með greiningartæki til þess að greina á milli: Er þetta lyfjaketamín, sem er að koma frá sjúkrahúsunum, eða er þetta götuketamín? Og við erum að sjá að þetta er götuketamín í aukningunni,“ segir Adam Erik
Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira