Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dregist úr hófi að tryggja nem­endum pláss á starfs­brautum

Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið.

Ís­lendingar í af­neitun um þriðju vaktina

Meistaranemi í kynjafræði segir að það sé dulin misskipting á íslenskum heimilum þegar kemur að skipulagningu og verkstjórnun þriðju vaktarinnar. Hún segir hugræna vinnu vanmetna á meðan líkamleg vinna, sérstaklega karla, sé gjarnan ofmetin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir dóm Hæstaréttar í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar þegar Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Hæstiréttur staðfesti sök allra fjögurra sakborninga en mildaði dóma Landsréttar yfir þeim öllum.

Gylfi Þór aflar fjár fyrir Rauða krossinn

Gylfi Þór Þorsteinsson hefur tekið tímabundið við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi en hann var nýlega ráðinn sem teymisstjóri Mannvina hjá félaginu.

Friends-leikari látinn

Breski leikarinn Paxton Whitehead, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn, 85 ára að aldri.

Sjá meira