Bjóða fría gistingu fyrir alla starfsmenn Landspítalans og þríeykið Starfsfólki Landspítalans og mökum þeirra, ásamt þríeykinu og mökum þeirra verður boðið frí gisting á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur í sumar. Þetta er gert sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf vegna kórónuveirunnar. 31.5.2020 12:30
"Lag á dag“ frá matreiðslumeistara í Þorlákshöfn Ásgeir Kristján Guðmundsson, matreiðslumeistari og trúbador í Þorlákshöfn hefur slegið í gegn á Facebook síðustu 64 daga en hann hefur spilað og sungið á hverjum degi lög, sem hann hefur flutt á Facebook. Ásgeir missti vinnuna vegna kórónuveirunnar en ætlar að spila alveg þangað til að hann fær vinnu aftur. 30.5.2020 19:30
Landsmönnum boðið í 90 ára afmæli Sólheima í sumar Sólheimar í Grímsnes og Grafningshreppi fagna 90 ára afmæli staðarins í allt sumar með glæsilegri afmælisdagskrá þar sem allir eru velkomnir að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum. 30.5.2020 14:15
Smekkfullur sjór af fiski: Er á sinni fimmtugustu humarvertíð Gylfi Jónsson, sem býr á Stokkseyri er nú á sinni fimmtugustu humarvertíð. Hann segir sjóinn vera smekkfullan af fiski en það vanti meiri humar. 23.5.2020 19:30
Um 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum Lausagöngufjós eru orðin algengasta fjósgerðin á Íslandi en meira en 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum. 23.5.2020 13:45
Berbakt áskorun gengur á milli hestamanna Skemmtileg áskorun gengur nú á milli hestamanna á samfélagsmiðlum þar sem þeir keppast við að beisla hest og leggja hnakkinn á hann sitjandi berbakt á hestinum með tilheyrandi kúnstum. 16.5.2020 19:30
Tónleikar alla daga í fjárhúsinu í sauðburði Á bænum Vestur - Meðalholti í Flóahreppi fá kindurnar og lömbin í sauðburði tónleika alla daga. 10.5.2020 19:15
Íslensk jarðarber og hindber slá í gegn hjá neytendum Fyrstu íslensku jarðarberin og hindberin eru nú komin á markað. Slegist er um berinn enda þykja þau afskaplega góð. Ræktunarstjóri segir að það verði til nóg af berjum í allt sumar. 9.5.2020 19:30
65 milljónir til ferðaþjónustunnar á Suðurlandi Samtök sunnlenskra sveitarfélaga munu á næstunni úthluta 65 milljónum króna í verkefnastyrki til ferðaþjónustunnar á Suðurlandi vegna hruns í kjölfar kórónuveirunnar. 9.5.2020 12:30
Dr. Maggi er enn að teikna byggingar 83 ára gamall Framkvæmdir eru hafnar við nýja 700 fermetra viðbyggingu við Grunnskóla Hveragerðis, Dr. Maggi Jónsson, arkitekt, sem er 83 ára gamall teiknaði bygginguna. 3.5.2020 19:15