Kvenfélagskonur nýttu nóttina í að baka Hópur kvenfélagskvenna stendur nú fyrir áheitabakstri eftir að hafa fengið grænt ljós hjá almannavörnum og heilbrigðiseftirlitinu. Bakað er í deilieldhúsinu Eldstæðið í Kópavogi, sem er fullvottað eldhús. Baksturinn hófst klukkan 18:00 í gær og stendur til klukkan 18.:00 í dag. Í takt við tíðarfarið munu Kvenfélagskonur víða um land taka þátt með fjarbakstri heimavið. 28.11.2020 12:19
Fimm ára heimasæta á Hurðarbaki veit allt um rúning Rúningur stendur nú yfir víða hjá sauðfjárbændum landsins. Bóndinn á bænum Hurðarbaki í Flóa er um eina mínútu að rýja hverja kind. 27.11.2020 19:51
Einu versluninni á Kirkjubæjarklaustri lokað Engin matvöruverslun verður eftir næstu áramót á Kirkjubæjarklaustri en Kjarval hefur ákveðið að loka verslun sinni á staðnum. 25.11.2020 16:55
Alsælir fangar með jólaverkefni frá skógræktinni Skógræktin og fangelsið á Litla Hrauni á Eyrarbakka hafa tekið höndum saman með jólaverkefni, sem fangar og fangaverðir í fangelsinu eru alsælir með. 24.11.2020 19:35
Myndaði 100 útisundlaugar með drónanum sínum Bragi Þór Jósefsson, ljósmyndari lauk nýlega við að mynda allar útisundlaugar landsins nema eina með drónanum sínum. Um eitt hundrað laugar eru að ræða. 22.11.2020 12:17
Harpa hökkuð í hakk Kúabændur eru hvattir til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa Fjölskylduhjálp Íslands kjöt. Það hafa bændurnir á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi gert þegar þau létu slátra kvígunni Hörpu og hökkuðu hana í hakk og gáfu fjölskylduhjálpinni. 21.11.2020 14:27
Spilar samtímis á píanó, trommur og bassa og syngur með Það er gaman að fylgjast með Guðmundi Reyni Gunnarssyni í Grafarvogi þegar hann spilar samtímis á píanó, trommur og bassa, auk þess sem hann syngur með. 18.11.2020 20:15
Jón forseti með Covid grímu í Hafnarfirði Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetja Íslendinga og forseti hangir nú upp á vegg í Íshúsinu í Hafnarfirði með Covid grímu. Myndina málaði Gunnar Júlíusson, listamaður en verkið kallar hann; "Ver mótmælum Covid". 15.11.2020 20:15
Hvetur stjórnvöld til að gyrða sig í brók og fara að girða Kolbeinn Sveinbjörnsson, sem á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar segir að allt of víða sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. 15.11.2020 12:18
Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg vill að Landsbankinn flytji höfuðstöðvar sínar á Selfoss í stað þess að vera að byggja höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur fyrir marga milljarða á meðan bankinn vill selja húsnæði útibúsins síns á Selfossi, þar sé nóg pláss. 14.11.2020 13:13