Hestar háma í sig jólatré í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2021 20:04 Hestarnir hjá Katrínu háma í sig jólatrén og eru hæst ánægðir með að fá að njóta trjánna, sem fólk hafði inni í stofu hjá sér um jólin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sex hestar í Þorlákshöfn lifa sældarlífi þessa dagana því þeir fá að éta jólatré út í gerðinu sínu, sem þeir gera með bestu lyst. Katrín Stefánsdóttir er með sex hesta í Þorlákshöfn, sem hún hefur mjög gaman af enda fátt skemmtilegra hjá henni en að hugsa um hestana og ríða út. Hún hefur það sem reglu eftir hver jól að gefa hestunum sínum jólatré út í gerði, sem þeir þiggja með þökkum. „Hrossin eru alveg vitlaus í þetta, svo fer ég bara í Sorpu og sæki fleiri þegar þessu eru búin. Hestarnir éta trén til agna, skilja bara stofnin eftir, svo finnst þeim líka gaman að hafa eitthvað fyrir stafni í gerðinu,“ segir Katrín. Katrín segist vera viss um að hestarnir hafi gott af jólatrjánum, það séu einhver efni í þeim, sem þeir eru að sækjast eftir. Katrín Stefánsdóttir, hestakona með meiru í Þorlákshöfn, sem elskar hestana sína og ekki síður að fá að sinna þeim á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eins og ég segi með jólatrén, annað getur verið úr Húsasmiðjunni og hitt úr Bauhaus, svo er það hvort hestunum þykir betra.“ Katrín segir dásamlegt að eiga hesta, þeir séu miklir vinir hennar og gefi henni mikið í hversdagsleikanum. Þá segist hún eiga svo góðan mann, sem er alltaf til í að gefa henni hest. „Já, það má segja það, ef það væru tveir og ég væri í vafa um hvorn ég ætti taka myndi hann segja, „Taktu þá bara báða“, það er svoleiðis hjá honum,“ segir hún og skellihlær. Katrín á sér einn uppáhalds hest en það er Háfeti frá Litlu Sandvík en þau hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin á allskonar hestamótum. Hún segir að hestarnir séu lífið. „Já, það finnst mér, svo ég tali ekki um þegar sumarið kemur þegar veðrið fer að vera gott og maður getur riðið út fram á kvöld.“ Katrín og Háfeti, sem hafa gert það gott á keppnisvellinum undanfarin ár og unnið til fjölmargra verðlauna.Einkasafn Ölfus Hestar Jól Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Katrín Stefánsdóttir er með sex hesta í Þorlákshöfn, sem hún hefur mjög gaman af enda fátt skemmtilegra hjá henni en að hugsa um hestana og ríða út. Hún hefur það sem reglu eftir hver jól að gefa hestunum sínum jólatré út í gerði, sem þeir þiggja með þökkum. „Hrossin eru alveg vitlaus í þetta, svo fer ég bara í Sorpu og sæki fleiri þegar þessu eru búin. Hestarnir éta trén til agna, skilja bara stofnin eftir, svo finnst þeim líka gaman að hafa eitthvað fyrir stafni í gerðinu,“ segir Katrín. Katrín segist vera viss um að hestarnir hafi gott af jólatrjánum, það séu einhver efni í þeim, sem þeir eru að sækjast eftir. Katrín Stefánsdóttir, hestakona með meiru í Þorlákshöfn, sem elskar hestana sína og ekki síður að fá að sinna þeim á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eins og ég segi með jólatrén, annað getur verið úr Húsasmiðjunni og hitt úr Bauhaus, svo er það hvort hestunum þykir betra.“ Katrín segir dásamlegt að eiga hesta, þeir séu miklir vinir hennar og gefi henni mikið í hversdagsleikanum. Þá segist hún eiga svo góðan mann, sem er alltaf til í að gefa henni hest. „Já, það má segja það, ef það væru tveir og ég væri í vafa um hvorn ég ætti taka myndi hann segja, „Taktu þá bara báða“, það er svoleiðis hjá honum,“ segir hún og skellihlær. Katrín á sér einn uppáhalds hest en það er Háfeti frá Litlu Sandvík en þau hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin á allskonar hestamótum. Hún segir að hestarnir séu lífið. „Já, það finnst mér, svo ég tali ekki um þegar sumarið kemur þegar veðrið fer að vera gott og maður getur riðið út fram á kvöld.“ Katrín og Háfeti, sem hafa gert það gott á keppnisvellinum undanfarin ár og unnið til fjölmargra verðlauna.Einkasafn
Ölfus Hestar Jól Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira