Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allt fullt af rauðbrúnum könglum á Sitkagrenitrjám

Könglar á sitkagrenitrjám á Suður og Vesturlandi eru nánast að sliga trén því sjaldan eða aldrei hefur sést jafn mikið af könglum á trjánum. Þetta er blómgun trjánna en sitkagreni þroskar fræ í miklu magni á um það bil tíu ára fresti.

Tónlistarskóli Rangæinga slær í gegn á netinu

Mikil ánægja er með framtak Tónlistarskóla Rangæinga, sem streymir níu jólatónleikum nemenda skólans nú í desember. Fiðlusveit skólans, sem átti að fara til Reykjavíkur á morgun og spila á þremur stöðum verður í stað þess í skólahúsnæðinu á Hvolsvelli þar sem allur heimurinn getur fylgst með hópnum spila í gegnum netið.

Vel brýndir hnífar skipta öllu máli í eldhúsinu

„Hnífur er ekki sama og hnífur“, segir hnífabrýnslumaður í Þorlákshöfn, sem leggur áherslu á vel brýnda hnífa því hnífar, sem bíti illa séu miklu hættulegri en vel brýndir hnífar. Leðurbelti spilar stórt hlutverki við brýningu hnífa.

Tvö hundruð ný störf í Ölfusi í kringum laxeldi

Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Ölfusi þar sem allt snýst um lax og laxeldi því nú er í undirbúningi laxeldisverkefni upp á fimmtíu þúsund tonn, sem þýða útflutningsverðmæti upp á fimmtíu milljarða króna á ári.

Starfsmenn Hótel Selfoss „gengu, hjóluðu og hlupu“ til Austurríkis

Starfsmenn Hótel Selfoss sitja ekki með hendur í skauti og bíða eftir því að heimsfaraldrinum ljúki því þeir hafa nýtt tímann til að hreyfa sig og efla starfsandann. Það gerðu þeir með því að ganga, hjóla og hlaupa þrjú þúsund kílómetra í nóvember, eða vegalengdina sem samsvarar því að komast í árlega skíðaferð hópsins til Austurríkis.

Ánamaðkaverksmiðja í Árborg

Ein milljón ánamaðka frá Austurríki verða fluttir inn til landsins á nýju ári en ánamaðkarnir munu fara til starfa í Árborg við framleiðslu á áburði úr lífrænum úrgangi á bænum Borg.

25 nýir hrútar að störfum – Guðni og Sammi eru þar á meðal

Tuttugu og fimm nýir hrútar hafa tekið til starfa á Sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi og verða þeir að gefa sæði fram að jólum. Af þeim eru þrettán hyrndir, níu kollóttir, einn feldhrútur, einn forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur.

Sex milljóna króna akstursstyrkjum sagt upp hjá Rangárþingi ytra og Ásahreppi

Byggðasamlagið Oddi, sem rekur grunn- og leikskóla í Rangárþingi ytra, þ.e. á Hellu og á Laugalandi í Holtum hefur sagt upp akstursstyrkjum nokkurra starfsmanna og ætlar sér að spara þannig sex milljónir króna. Um er að ræða tímabundna styrki sem tóku gildi 1 ágúst 2019 og áttu að falla út í lok júlí á næsta ári en falla út fyrr.

Kjaftshögg á Kirkjubæjarklaustri

Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps segir það kjaftshögg fyrir íbúa sveitarfélagsins að Krónan ætli að loka Kjarvalsverslun sinni á Kirkjubæjarklaustri um áramótin.

Sprenging í útflutningi á íslenskum hestum

Sjaldan eða aldrei hafa eins margir íslenskir hestar verið seldir úr landi eins og það sem af er árinu 2020. Vinsælir stóðhestar eru meðal hesta, sem hafa verið seldir eins og Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum.

Sjá meira