Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Ungverski ljósmyndarinn Bettina Vass hlaut á dögunum fyrstu verðlaun sem besti alþjóðlegi brúðkaupsljósmyndarinn í International Wedding Photographer of the Year. Bettina er sérhæfð í brúðkaupsljósmyndun og hefur verið búsett á Íslandi síðustu tólf ár. 15.12.2024 14:57
Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir augljóst að einkaframtakinu hafi ekki verið treystandi fyrir rúmum skipulagsheimildum í Breiðholti. Þess vegna séu reglur og kvaðir á skipulag mikilvægar. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir reglur of strangar en tekur þó fram að mikilvægt sé að borgin hafi afskipti þegar það varði heildarhagsmuni. 15.12.2024 14:25
Ævisaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Ævisaga Geirs Haarde, orkumálin, vöruhúsið við Álfabakka og stjórnarmyndunarviðræður verða til umfjöllunar í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 15.12.2024 09:41
Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15.12.2024 09:33
Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Fellaskóli hlaut nýlega íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Verkefnið hófst árið 2020 sem tilraunaverkefni til fimm ára. Árangurinn af verkefninu hefur verið góður. Fleiri börn ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem eru í tónlistarnámi hefur margfaldast. 15.12.2024 09:32
Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15.12.2024 08:31
Lægð beinir vestlægri átt til landsins Lægð fyrir norðan land beinir til Íslands vestlægri átt. Því verða víða 8 til 15 metrar á sekúndu og él. Það verður þurrt að mestu austan til á landinu. Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það dregur úr vindi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en hiti í kringum frostmark við suður- og suðvesturströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag. 15.12.2024 07:37
Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt vegna líkamsárásar á krá í Kópavogi eða Breiðholti. Grunur er á að vopnum hafi verið beitt við árásina. Lögregla var kölluð til vegna málsins og má gera ráð fyrir að málið sé nú rannsakað hjá þeim. 15.12.2024 07:17
Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona og leikarinn Hilmir Snær Guðnason eiga von á barni. Það tilkynnti Vala Kristín á Instagram í dag. 14.12.2024 13:42
Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Jóhannes Lafontaine gefur í dag út plötuna Movem og heldur í tilefni af því útgáfupartý á Radar. Platan er gefin út á útgáfumerki Exos, Planet X. 14.12.2024 13:02