Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14.7.2020 23:31
Gert að afgreiða matsáætlun vegna vindorkugarðs í Dalabyggð án tafa Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur lagt fyrir Skipulagsstofnun að afgreiða án frekari tafa matsáætlun vegna vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. 14.7.2020 20:31
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14.7.2020 10:58
Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13.7.2020 22:55
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9.7.2020 21:49
Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9.7.2020 13:37
Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8.7.2020 21:59
Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7.7.2020 21:06
Snöggir að ýta upp nýjum garði til að verjast Kötlu Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn. 6.7.2020 22:47
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2.7.2020 23:09