Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. 7.5.2024 08:59
Stillir viðtækið á alheimsdögunina Á ysta hjara veraldar hefur bandarískur stjarneðlisfræðingur komið upp því sem hann líkir við fínni gerð af bílaútvarpi til þess að finna merki um fyrstu stjörnurnar sem lýstu upp alheiminn. Fátt er vitað um þessa fyrstu kynslóð stjarna annað en að þær voru gerólíkar þeim sem mynduðust síðar. 7.5.2024 07:01
Sakaði Biden um að reka lögregluríki í anda nasista Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stýra „Gestapo-ríkisstjórn“ á lokuðum fundi með bakhjörlum sínum. Hann beindi einnig spjótum sínum að saksóknurum sem sækja sakamál gegn honum. 6.5.2024 09:07
Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3.5.2024 23:54
Sólríkasta byrjun árs í Reykjavík í 77 ár Leita þarf aftur til fimmta áratugs síðustu aldar til þess að finna sólríkari byrjun árs í Reykjavík en í ár. Apríl var kaldur og óvenjuþurr víða um land. 3.5.2024 22:32
Hafa rukkað þá sem valda sinubruna um kostnað við útkall Slökkvilið Árnessýslu hefur nýtt sér heimild til þess að rukka þá sem kveikja í sinu um kostnað við útkall. Hreinn launakostnaður við sinubrunaútkall getur verið á bilinu hálf til ein milljón króna, að sögn slökkviliðsstjóra. 3.5.2024 20:32
Röntgen Domus og Orkuhúsið fá ekki að sameinast Fyrirhugaður samruni félaga sem eiga tvær af umsvifamestu læknisfræðilegu myndgreiningarþjónustufyrirtækjum landsins fær ekki að ganga í gegn eftir að Landsréttur staðfesti ógildingu Samkeppniseftirlitsins á honum í dag. 3.5.2024 18:58
Kosið um sameiningu Húna- og Skagabyggðar í júní Sveitarstjórnir Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykktu að halda atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna í dag. Atkvæðagreiðslan stendur yfir í tvær vikur í júní. 3.5.2024 18:25
Potter-stjarna harmar hvernig fór með Rowling Daniel Radcliffe, stjarna kvikmyndanna um Harry Potter, segir að sér þyki ákaflega dapurlegt hvernig fór fyrir sambandi hans við J.K. Rowling, höfund Potter-bókanna, eftir að hann og fleiri leikarar lýstu sig ósammála henni um trans fólk. 2.5.2024 23:54
Vilja svör um möguleg „óþægileg hagsmunatengsl“ borgar og RÚV Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir ýmsa telja óþægileg hagsmunatengsl á milli Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins í tengslum við umdeildan samning við olíufélögin. Formaður borgarráðs segist klóra sér í höfðinu yfir fyrirspurninni. 2.5.2024 21:54