Merz náði kjöri í annarri tilraun Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2025 14:18 Klappað var fyrir Friedrich Merz (2.f.v.) eftir að hann var kjörinn kanslari í annarri tilraun í þýska þinginu í dag. Vísir/EPA Þýska þingið staðfesti kjör Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem næsta kanslara Þýskalands. Merz beið niðurlægjandi og sögulegan ósigur þegar þingið greiddi fyrst atkvæði um tilnefningu hans í morgun. Uppnám varð í morgun þegar tilnefning Merz sem kanslara var felld. Það var í fyrsta skipti í sögu Þýskalands eftir seinna stríð sem kanslaraefni náði ekki kjöri í fyrstu lotu. Merz vantaði sex atkvæði upp á til að ná kjöri þrátt fyrir að Kristilegir demókratar (CDU/CSU) og Sósíademókratar (SPD) hafi saman tólf sæta meirihluta á þinginu. Atkvæðagreiðslurnar eru leynilegar og því liggur ekki fyrir hvaða þingmenn verðandi stjórnarflokkanna hlupust undan merkjum í morgun. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði og þrír skiluðu auðu en 307 greiddu atkvæði gegn Merz. Vitað var að ekki væri fullkominn einhugur innan SPD um stjórnarsamstarfið. Allir flokkarnir á þingi greiddu atkvæði með því að önnur atkvæðagreiðsla yrði haldin strax í dag. Í annarri atrennunni sem var haldin nú um miðjan dag hlaut Merz 325 atkvæði en hann þurfti 316 til þess að ná kjöri. Í þetta skiptið greiddu 289 þingmenn atkvæði gegn honum. Þingmenn risu á fætur og klöppuðu Merz lof í lófa eftir að úrslitin lágu fyrir, að sögn danska ríkisútvarpsins. Fréttin verður uppfærð. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Uppnám varð í morgun þegar tilnefning Merz sem kanslara var felld. Það var í fyrsta skipti í sögu Þýskalands eftir seinna stríð sem kanslaraefni náði ekki kjöri í fyrstu lotu. Merz vantaði sex atkvæði upp á til að ná kjöri þrátt fyrir að Kristilegir demókratar (CDU/CSU) og Sósíademókratar (SPD) hafi saman tólf sæta meirihluta á þinginu. Atkvæðagreiðslurnar eru leynilegar og því liggur ekki fyrir hvaða þingmenn verðandi stjórnarflokkanna hlupust undan merkjum í morgun. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði og þrír skiluðu auðu en 307 greiddu atkvæði gegn Merz. Vitað var að ekki væri fullkominn einhugur innan SPD um stjórnarsamstarfið. Allir flokkarnir á þingi greiddu atkvæði með því að önnur atkvæðagreiðsla yrði haldin strax í dag. Í annarri atrennunni sem var haldin nú um miðjan dag hlaut Merz 325 atkvæði en hann þurfti 316 til þess að ná kjöri. Í þetta skiptið greiddu 289 þingmenn atkvæði gegn honum. Þingmenn risu á fætur og klöppuðu Merz lof í lófa eftir að úrslitin lágu fyrir, að sögn danska ríkisútvarpsins. Fréttin verður uppfærð.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira